Loftslagsráðstefnan hafði slæm áhrif á rekstur Tívolí 4. janúar 2010 13:40 Hinn þekkti ferðamannastaður Tívolí í Kaupmannahöfn varð illa fyrir barðinu á loftslagsráðstefnunni COP 15 í síðasta mánuði. Forráðmenn Tívolí telja að þeir hafi misst frá sér um 100.000 gesti á jólatímabilinu hjá Tívolí af völdum ráðstefnunnar. Í frétt um málið á börsen.dk segir að alls hafi 783.000 manns heimsótt Tívolí yfir jólatímabilið í fyrra á móti 910.000 gestum á sama tímabili árið 2008. Sökum þessarar fækkunar hefur Tívolí dregið úr væntingum sínum um hagnaðinn á síðasta ári. Í tilkynningu frá Tívolí segir að fækkun gesta yfir jólin í fyrra skrifist að hluta til á að staðurinn var opinn í færri daga en árið 2008. Að stórum hluta hafi loftslagsráðstefnan COP 15 svo átt þátt í fækkuninni og telur stjórn Tívolí að sökum hennar hafi gestunum fækkað um 100.000 miðað við árið áður. Í heild heimsóttu 3,86 milljón manns Tívolí á síðasta ári en gestir þar voru 3,97 milljónir talsins árið 2008. Mest lesið Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent 24 ára milljónamæringur: Með eitt par af hnífapörum, einn disk og örbylgjuofn Atvinnulíf Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Hinn þekkti ferðamannastaður Tívolí í Kaupmannahöfn varð illa fyrir barðinu á loftslagsráðstefnunni COP 15 í síðasta mánuði. Forráðmenn Tívolí telja að þeir hafi misst frá sér um 100.000 gesti á jólatímabilinu hjá Tívolí af völdum ráðstefnunnar. Í frétt um málið á börsen.dk segir að alls hafi 783.000 manns heimsótt Tívolí yfir jólatímabilið í fyrra á móti 910.000 gestum á sama tímabili árið 2008. Sökum þessarar fækkunar hefur Tívolí dregið úr væntingum sínum um hagnaðinn á síðasta ári. Í tilkynningu frá Tívolí segir að fækkun gesta yfir jólin í fyrra skrifist að hluta til á að staðurinn var opinn í færri daga en árið 2008. Að stórum hluta hafi loftslagsráðstefnan COP 15 svo átt þátt í fækkuninni og telur stjórn Tívolí að sökum hennar hafi gestunum fækkað um 100.000 miðað við árið áður. Í heild heimsóttu 3,86 milljón manns Tívolí á síðasta ári en gestir þar voru 3,97 milljónir talsins árið 2008.
Mest lesið Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent 24 ára milljónamæringur: Með eitt par af hnífapörum, einn disk og örbylgjuofn Atvinnulíf Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira