Bjarni Karlsson: Íslenska undrið 19. maí 2010 09:31 Í leiðara Fréttablaðsins mánudaginn 17. maí sl. lýsir Steinunn Stefánsdóttir eftir lífsmörkum stjórnmálaflokka í komandi sveitarstjórnarkosningum og vill meira en vel heppnað grín. Það hefur lengi þótt gáfumerki í landi okkar að vera bölsýnn og e.t.v. ekki að ástæðulausu því að stundum kostar það mikið mannvit að benda á það sem enginn vill kannast við eða sjá. Í fámennu samfélagi þar sem allt rekst á annars horn og hver er öðrum tengdur reynist gjarnan erfitt að framkalla nauðsynlegar breytingar og þannig hefur bölsýni og þunglyndi orðið sá kross sem hinn vitri hefur iðulega mátt bera. Systir bölsýninnar er hæðnin. Háð er húmor hins þjáða og nú á þessu vori hefur merkur hópur listamanna og samfélagsrýna gengið fram undir merkjum Besta flokksins og unnið þjóðinni það gagn að segja sitthvað sem segja þarf í þeim efnum og eru að gera heimildarmynd um verk sitt um leið og þeir vafalítið bjarga geðheilsu margra með tiltæki sínu. Fáránleika íslensks samfélags þarf að tjá og furður þess verður að skoða. Í spegli Besta flokksins blasir við þetta sem enginn vill heyra eða sjá: Hið íslenska efnahagsundur gat bara orðið til á Íslandi. Við fóstruðum undrið og veittum því þá viðspyrnu og vaxtarmöguleika sem raunin varð. Íslenska undrið varð ekki einungis vegna einhverra fárra glæframanna heldur enn fremur vegna þess að þjóðarsálin ól við brjóst sér bernskudrauminn um að sigra heiminn, fá "alls konar" fyrir ekkert. Fram undan eru fyrstu lýðræðislegu kosningarnar sem fram fara í landinu eftir að við höfum fengið í hendur rannsóknarskýrslu Alþingis og rykið er farið að setjast svo að við greinum útlínur þess nýja landslags sem við stöndum í nú þegar undrinu sleppir. Steinunn bendir á að sveitarstjórnarmál snúast um börn í leikskólum og grunnskólum, velferð þúsunda einstaklinga auk skipulagsmála, samgangna og fjölda annarra ófyndinna málaflokka. Ég leyfi mér að bæta við atvinnumálum og stöðu þeirra fjölmörgu fjölskyldna þar sem atvinnuleysið er farið að þrúga og skemma. Borgarstjórnarflokkur Samfylkingarinnar hefur lagt fram vandaða stefnuskrá sem unnin er af mikilli faglegri yfirsýn og alvöru. Þar sameinar krafta sína félagshyggju- og jafnaðarfólk sem hefur á að skipa reynslu og þekkingu og bíður nú eftir því að ná tali af Reykvíkingum svo að unnt verði að ræðast við um raunveruleikann sem við blasir. Þar setjum við atvinnumál í öndvegi og höfnum því að leggja árar í bát og bíða markaðslausna en leggjum til að Borgin sé aflvaki kjarks og breytinga. Í annan stað krefjumst við þess að öllum börnum sé tryggt öryggi á meðan efnahagsþrengingarnar ganga yfir og höfum um það margt að segja undir kjörorði okkar: Vekjum Reykjavík! Sá doði sem nú liggur sem skýjahula yfir pólitískri meðvitund borgarbúa og landsmanna allra verður að greiðast frá, því hafi einhvern tímann verið brýnt að þjóðin nái tali af sjálfri sér þá er það nú í rústum undursins. Og hversu fyndið sem allt þetta er þá höfum við ekki efni á að viðhalda andrúmi undursins og ganga hlæjandi að kjörborðinu þann 29. maí næstkomandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarni Karlsson Skoðun Mest lesið Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Lokað á lausnir í leikskólamálum Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr skrifar Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Hver er hin raunverulega barátta Bandaríkjastjórnar? Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson skrifar Skoðun Bókasafnið: hjartað í hverjum skóla Stefán Pálsson skrifar Skoðun Áhrif gervigreindar á störf tæknimenntaðra Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Er ég nægilega gott foreldri? Daðey Albertsdóttir,Ásgerður Arna Sófusdóttir skrifar Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson skrifar Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Sjá meira
Í leiðara Fréttablaðsins mánudaginn 17. maí sl. lýsir Steinunn Stefánsdóttir eftir lífsmörkum stjórnmálaflokka í komandi sveitarstjórnarkosningum og vill meira en vel heppnað grín. Það hefur lengi þótt gáfumerki í landi okkar að vera bölsýnn og e.t.v. ekki að ástæðulausu því að stundum kostar það mikið mannvit að benda á það sem enginn vill kannast við eða sjá. Í fámennu samfélagi þar sem allt rekst á annars horn og hver er öðrum tengdur reynist gjarnan erfitt að framkalla nauðsynlegar breytingar og þannig hefur bölsýni og þunglyndi orðið sá kross sem hinn vitri hefur iðulega mátt bera. Systir bölsýninnar er hæðnin. Háð er húmor hins þjáða og nú á þessu vori hefur merkur hópur listamanna og samfélagsrýna gengið fram undir merkjum Besta flokksins og unnið þjóðinni það gagn að segja sitthvað sem segja þarf í þeim efnum og eru að gera heimildarmynd um verk sitt um leið og þeir vafalítið bjarga geðheilsu margra með tiltæki sínu. Fáránleika íslensks samfélags þarf að tjá og furður þess verður að skoða. Í spegli Besta flokksins blasir við þetta sem enginn vill heyra eða sjá: Hið íslenska efnahagsundur gat bara orðið til á Íslandi. Við fóstruðum undrið og veittum því þá viðspyrnu og vaxtarmöguleika sem raunin varð. Íslenska undrið varð ekki einungis vegna einhverra fárra glæframanna heldur enn fremur vegna þess að þjóðarsálin ól við brjóst sér bernskudrauminn um að sigra heiminn, fá "alls konar" fyrir ekkert. Fram undan eru fyrstu lýðræðislegu kosningarnar sem fram fara í landinu eftir að við höfum fengið í hendur rannsóknarskýrslu Alþingis og rykið er farið að setjast svo að við greinum útlínur þess nýja landslags sem við stöndum í nú þegar undrinu sleppir. Steinunn bendir á að sveitarstjórnarmál snúast um börn í leikskólum og grunnskólum, velferð þúsunda einstaklinga auk skipulagsmála, samgangna og fjölda annarra ófyndinna málaflokka. Ég leyfi mér að bæta við atvinnumálum og stöðu þeirra fjölmörgu fjölskyldna þar sem atvinnuleysið er farið að þrúga og skemma. Borgarstjórnarflokkur Samfylkingarinnar hefur lagt fram vandaða stefnuskrá sem unnin er af mikilli faglegri yfirsýn og alvöru. Þar sameinar krafta sína félagshyggju- og jafnaðarfólk sem hefur á að skipa reynslu og þekkingu og bíður nú eftir því að ná tali af Reykvíkingum svo að unnt verði að ræðast við um raunveruleikann sem við blasir. Þar setjum við atvinnumál í öndvegi og höfnum því að leggja árar í bát og bíða markaðslausna en leggjum til að Borgin sé aflvaki kjarks og breytinga. Í annan stað krefjumst við þess að öllum börnum sé tryggt öryggi á meðan efnahagsþrengingarnar ganga yfir og höfum um það margt að segja undir kjörorði okkar: Vekjum Reykjavík! Sá doði sem nú liggur sem skýjahula yfir pólitískri meðvitund borgarbúa og landsmanna allra verður að greiðast frá, því hafi einhvern tímann verið brýnt að þjóðin nái tali af sjálfri sér þá er það nú í rústum undursins. Og hversu fyndið sem allt þetta er þá höfum við ekki efni á að viðhalda andrúmi undursins og ganga hlæjandi að kjörborðinu þann 29. maí næstkomandi.
Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar