Umræðan um öryggismál og Evrópuher 27. júlí 2010 06:00 Höfundur þessara lína var fastafulltrúi Íslands hjá Atlantshafsbandalaginu á seinni hluta 9. áratugar liðinnar aldar þegar breytingarnar miklu urðu við fall Berlínarmúrsins. Sú ógn sem stafaði af Sovétríkjunum varð til þess að NATO var stofnað 1949. Kjarni þess samstarfs fólst í V. grein stofnsáttmálans um að árás á eitt bandalagsríki jafngilti árás á þau öll. Þar með var það ljóst að innrás í Vestur-Evrópu væri stríðsyfirlýsing við Bandaríkin og friðurinn hélst. En við það að járntjaldið hvarf, Þýskaland var sameinað og stækkun NATO náði til fyrrum Varsjárbandalagsríkja, hvarf sú ógn að gerð yrði árás í Norður-Ameríku eða Evrópu með herafla utanaðkomandi ríkis. NATO náði sínum upphaflega tilgangi en hlutverkið breyttist eftir hrun Sovétríkjanna. Við tóku friðargæsla á Balkanskaga og hernaðaraðgerðir og friðargæsla í Afganistan. Nýir áhættuþættir höfðu tekið að steðja að aðildarríkjum Atlantshafsbandalagsins svo sem hryðjuverkastarfsemi, útbreiðsla kjarnavopna, ógnir við netöryggi eða framboð á orku. Undir þetta er tekið í Áhættumatsskýrslu fyrir Ísland frá 2009, sem unnin var af starfshóp á vegum utanríkisráðuneytisins og höfundur tók þátt í. Þar var fjallað um alþjóðlega áhættuþætti en þeirra á meðal er netöryggi. Evrópska lögreglusamvinnustofnunin, Europol, telur s.k. laumunet mestu ógnina sem vofir yfir netnotendum. Þá er hægt að beita netárásum gegn ríkjum eins og varð vegna deilu Eistlands og Rússlands 2007. Það segir sig sjálft að Íslandi er það lífshagsmunamál að vera að fullu þátttakandi í alþjóðlegu samstarfi til að tryggja öryggi. Ég tek undir það sem haft er eftir Selmu Erlu á heimasíðu Sterkara Ísland. Hún segist ekki skilja hvers vegna andstæðingar Evrópusambandsins og aðildar Íslands eyða öllu sínu púðri í hræðsluáróður um hernaðarbandalag sem á sér engar stoðir í veruleikanum. Við framkvæmd stefnu ESB í öryggis- og varnarmálum hefur verið ráðist í mörg verkefni á sviði friðargæslu og friðaruppbyggingar stundum með 60.000 manna viðbragðssveit úr herjum félagsríkja. Verkefnin eru nú 14 talsins, víða um heim og einnig unnin af borgaralegu starfsliði til að annast löggæslu og dómarastörf. Ákveðin samlegð er með stefnu Íslands og aðgerðum ESB í borgaralegum verkefnum. Þegar borgarastríðið í fyrrum Júgóslavíu hófst var spurt hvort þetta væri ekki evrópskt vandamál sem viðkomandi grannríki myndu leysa. Annað kom í ljós og þegar stöðva átti átökin í Kosovo þurfti til hernaðarlega yfirburði Bandaríkjanna og ráðandi stöðu þeirra í NATO. Ýmsum líkar sú staða ekki. Því hefur lengi verið rætt um hugmyndina um evrópskan varnarher, þ.e. fastan herstyrk frá aðildarríkjum ESB og undir stjórn þess. Ekki yrði um að ræða nýjar hersveitir heldur vel að merkja það að færa herstyrk, sem er hluti af liðsafla NATO og alltaf hefur lotið yfirstjórn bandarísks herforingja, undir evrópska herstjórn. Þeir sem þessu eru hlynntir telja m.a. að komi upp krísa í Austur- eða Mið-Evrópu geti Evrópuþjóðir sjálfar betur átt við málin. Á öndverðum meiði eru rök þeirra sem telja að Evrópuher leiði til þess að NATO og Bandaríkin hverfi í skuggann og þar með áhrif sem ómissandi eru, sérlega í samningum við Rússa. Bent hefur verið á fjölmörg vandamál við framkvæmdina, svo sem val og framleiðslu búnaðar, ákvarðanir sameiginlegrar aðgerðastefnu og um tungumál í samskiptum. Hugsanleg stofnun Evrópuhers varðar Íslendinga, herlausa þjóð, ekki beint. Það er misskilningur að ætla að aðild að Evrópusambandinu leiði til þátttöku í Evrópuher, sem reyndar má draga mjög í efa að verði stofnaður. Ekki hefur grundvöllur fyrir Evrópuher skapast með Lissabon-sáttmálanum. Yfirlýsing ESB vegna aðildar Írlands tekur ótvírætt fram að hverju ríki er í sjálfsvald sett hvernig framlagi til sameiginlegra varna er hagað og að aðildarríki eru ekki skuldbundin til að taka þátt í hernaðarlegum aðgerðum á vegum bandalagsins. (Sjá skýrslu Össurar Skarphéðinssonar utanríkisráðherra um utanríkis- og alþjóðamál, maí 2010, bls. 34, 60. Í vefsíðu Lisbon Referendum Commission á Írlandi segir m.a.: „The Treaty of Lisbon does not provide for the creation of a European army or any form of conscription“.) Það var verst að „ungir bændur“ og síðan aðrir skyldu verða gripnir tilefnislausum áhyggjum um hervæðingu landsins ef Ísland gerðist aðili að ESB. Um skrif Morgunblaðsins þar um er best að fara sem fæstum orðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar Benediktsson Mest lesið Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Fráflæðisvandi Landspítala kostar samfélagið yfir 3 milljarða á hverju ári Heiða Lind Baldvinsdóttir, Steinn Thoroddsen Halldórsson og Eva Hrund Hlynsdóttir Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun Skoðun Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Sjá meira
Höfundur þessara lína var fastafulltrúi Íslands hjá Atlantshafsbandalaginu á seinni hluta 9. áratugar liðinnar aldar þegar breytingarnar miklu urðu við fall Berlínarmúrsins. Sú ógn sem stafaði af Sovétríkjunum varð til þess að NATO var stofnað 1949. Kjarni þess samstarfs fólst í V. grein stofnsáttmálans um að árás á eitt bandalagsríki jafngilti árás á þau öll. Þar með var það ljóst að innrás í Vestur-Evrópu væri stríðsyfirlýsing við Bandaríkin og friðurinn hélst. En við það að járntjaldið hvarf, Þýskaland var sameinað og stækkun NATO náði til fyrrum Varsjárbandalagsríkja, hvarf sú ógn að gerð yrði árás í Norður-Ameríku eða Evrópu með herafla utanaðkomandi ríkis. NATO náði sínum upphaflega tilgangi en hlutverkið breyttist eftir hrun Sovétríkjanna. Við tóku friðargæsla á Balkanskaga og hernaðaraðgerðir og friðargæsla í Afganistan. Nýir áhættuþættir höfðu tekið að steðja að aðildarríkjum Atlantshafsbandalagsins svo sem hryðjuverkastarfsemi, útbreiðsla kjarnavopna, ógnir við netöryggi eða framboð á orku. Undir þetta er tekið í Áhættumatsskýrslu fyrir Ísland frá 2009, sem unnin var af starfshóp á vegum utanríkisráðuneytisins og höfundur tók þátt í. Þar var fjallað um alþjóðlega áhættuþætti en þeirra á meðal er netöryggi. Evrópska lögreglusamvinnustofnunin, Europol, telur s.k. laumunet mestu ógnina sem vofir yfir netnotendum. Þá er hægt að beita netárásum gegn ríkjum eins og varð vegna deilu Eistlands og Rússlands 2007. Það segir sig sjálft að Íslandi er það lífshagsmunamál að vera að fullu þátttakandi í alþjóðlegu samstarfi til að tryggja öryggi. Ég tek undir það sem haft er eftir Selmu Erlu á heimasíðu Sterkara Ísland. Hún segist ekki skilja hvers vegna andstæðingar Evrópusambandsins og aðildar Íslands eyða öllu sínu púðri í hræðsluáróður um hernaðarbandalag sem á sér engar stoðir í veruleikanum. Við framkvæmd stefnu ESB í öryggis- og varnarmálum hefur verið ráðist í mörg verkefni á sviði friðargæslu og friðaruppbyggingar stundum með 60.000 manna viðbragðssveit úr herjum félagsríkja. Verkefnin eru nú 14 talsins, víða um heim og einnig unnin af borgaralegu starfsliði til að annast löggæslu og dómarastörf. Ákveðin samlegð er með stefnu Íslands og aðgerðum ESB í borgaralegum verkefnum. Þegar borgarastríðið í fyrrum Júgóslavíu hófst var spurt hvort þetta væri ekki evrópskt vandamál sem viðkomandi grannríki myndu leysa. Annað kom í ljós og þegar stöðva átti átökin í Kosovo þurfti til hernaðarlega yfirburði Bandaríkjanna og ráðandi stöðu þeirra í NATO. Ýmsum líkar sú staða ekki. Því hefur lengi verið rætt um hugmyndina um evrópskan varnarher, þ.e. fastan herstyrk frá aðildarríkjum ESB og undir stjórn þess. Ekki yrði um að ræða nýjar hersveitir heldur vel að merkja það að færa herstyrk, sem er hluti af liðsafla NATO og alltaf hefur lotið yfirstjórn bandarísks herforingja, undir evrópska herstjórn. Þeir sem þessu eru hlynntir telja m.a. að komi upp krísa í Austur- eða Mið-Evrópu geti Evrópuþjóðir sjálfar betur átt við málin. Á öndverðum meiði eru rök þeirra sem telja að Evrópuher leiði til þess að NATO og Bandaríkin hverfi í skuggann og þar með áhrif sem ómissandi eru, sérlega í samningum við Rússa. Bent hefur verið á fjölmörg vandamál við framkvæmdina, svo sem val og framleiðslu búnaðar, ákvarðanir sameiginlegrar aðgerðastefnu og um tungumál í samskiptum. Hugsanleg stofnun Evrópuhers varðar Íslendinga, herlausa þjóð, ekki beint. Það er misskilningur að ætla að aðild að Evrópusambandinu leiði til þátttöku í Evrópuher, sem reyndar má draga mjög í efa að verði stofnaður. Ekki hefur grundvöllur fyrir Evrópuher skapast með Lissabon-sáttmálanum. Yfirlýsing ESB vegna aðildar Írlands tekur ótvírætt fram að hverju ríki er í sjálfsvald sett hvernig framlagi til sameiginlegra varna er hagað og að aðildarríki eru ekki skuldbundin til að taka þátt í hernaðarlegum aðgerðum á vegum bandalagsins. (Sjá skýrslu Össurar Skarphéðinssonar utanríkisráðherra um utanríkis- og alþjóðamál, maí 2010, bls. 34, 60. Í vefsíðu Lisbon Referendum Commission á Írlandi segir m.a.: „The Treaty of Lisbon does not provide for the creation of a European army or any form of conscription“.) Það var verst að „ungir bændur“ og síðan aðrir skyldu verða gripnir tilefnislausum áhyggjum um hervæðingu landsins ef Ísland gerðist aðili að ESB. Um skrif Morgunblaðsins þar um er best að fara sem fæstum orðum.
Fráflæðisvandi Landspítala kostar samfélagið yfir 3 milljarða á hverju ári Heiða Lind Baldvinsdóttir, Steinn Thoroddsen Halldórsson og Eva Hrund Hlynsdóttir Skoðun
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Fráflæðisvandi Landspítala kostar samfélagið yfir 3 milljarða á hverju ári Heiða Lind Baldvinsdóttir, Steinn Thoroddsen Halldórsson og Eva Hrund Hlynsdóttir Skoðun
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun