Uppgjörið er birt á heimasíðu Magma Energy. Þar kemur fram að 1,9 milljón dollara af tapinu megi rekja til afleiðusamninga hjá HS Orku. Hinsvegar hafi hagur HS Orku vænkast mjög á seinnihluta síðasta árs í kjölfar hækkana á álverði og stöðugra gengis krónunnar.
Magma á nú tæplega 41% hlut í HS Orku og reiknar með að eignast rúm 2% í viðbót í mars n.k.
Ross Beaty forstjóri Magma segir í tilkynningunni um uppgjörið að félagið reikni með að reksturinn komist í jafnvægi snemma á þessu ári.