Mér stekkur ekki bros á vör! Frímann Gunnarsson skrifar 17. maí 2010 14:14 Kæru kjósendur, nú get ég ekki lengur orða bundist, hversu langt á þetta svokallaða "grín" að ganga? Því miður vita ekki allir hvar takmörk þeirra liggja og þess þá heldur hvar styrkur þeirra liggur. Nú erum við Íslendingar að verða vitni að stórkostlegu ofmati eins meðbræðra okkar, einmitt í þeim dúr. "Grínarinn" Jón Gnarr (einkennilegt nafn…útlendingur?) æðir fram á völl stjórnmálanna þessa dagana með miklu offorsi í nafni flokks sem er í besta falli rangnefni, í versta falli léleg tilraun til þess að vera fyndinn. Téður Jón er einna helst þekktur hér á landi fyrir ansi svæsin húmor, þar sem hann hefur göslast áfram, ólærður, með einkennilegt skopskyn þar sem ekkert er heilagt og "brandararnir" hafa engan endapunkt (punchline) eins og allir vita að brandarar eiga að hafa! Það er einmitt málið. Þar stendur hnífurinn í kúnni… maður veit aldrei hvort hann sé að grínast eður ei! Er þetta allt saman eitt stórt grín? Þá er komið að stóru spurningunni, hverjum er verið að gera grín að? Ég má til með að benda á að það er aldeilis ekki gaman að vera skotspónn óvandaðra "grínara", það þekki ég alltof vel. Mér rennur í grun að gríninu sé beint að saklausum stjórnmálamönnum sem hafa unnið óeigingjarnt starf í þágu almennings í ólgusjó erlends fjármálaofviðris. Þetta fólk hefur látið hugsjónir drífa sig áfram, þótt auðvitað hafi það þurft að gera málamiðlanir á leiðinni, því annars hefði það ekki komist í áhrifastöður. Það hefur auðvitað þurft að spila eftir vissum leikreglum, leikreglum stjórnmálanna, eins og það er orðað svo vel í enskunni "it's a mean to an end." Að vera í ábyrgðastöðu í stjórnmálum er langt því frá að vera auðvelt starf, því auðvitað þarf ósjaldan að taka erfiðar ákvarðanir sem hafa með gríðarlega hagsmuni að gera, sem almenningur hefur sjaldnast nokkuð vit á. Af hreinni ósérhlífni hafa stjórnmálamenn því ekkert verið að angra almenning með flóknu tali um flókin mál. Sir Winston Churchill sagði eitt sinn: "Bestu rökin gegn lýðræði eru fimm mínútna samtal við óbreyttan kjósanda." Við getum litið á stjórnmálamann sem fjárhirði sem veit hvaða leið hann á að reka féið sitt… þannig á það að vera, ekki öfugt! J. Gnarr og hans kónar beita lýðskrumi, tónlistarmyndböndum og ódýrum húmor (ef húmor má kalla) til þess að umpóla þessu rótgróna kerfi sem hefur sannað sig aftur og aftur. Hvernig haldiði að það myndi enda ef leikskólabörnin héldu allt í einu að þau gætu rekið leikskólann og færu að segja fóstrunum til (myndlíking)? Hvar værum við stödd ef ekki hefðu verið fagleg og hárnákvæm viðbrögð þegar erlenda fjármálafárviðrið skall á Íslandsströndum? Að gera grín að því góða fólki sem hefur staðið í framlínunni er ekkert annað en einelti. Í "húmors" nafni! Einelti af verstu sort. Hvernig þætti Gnarr of félögum að bragða á eigin meðölum, svona til þess að finna hvernig það er að vera hinum megin við (b)orðið? Ég ætla að gera litla tilraun og skella fram einum vel úthugsuðum brandara á þeirra kostnað og sjá hvort þeim svíði ekki undan… Bill Clinton, Margaret Thatcher og Jón Gnarr hittust við Gullna Hliðið og vildu öll fá inngöngu. Lykla Pétur kom til dyra og sagði að það væri því miður aðeins pláss fyrir tvo. En þar sem þau væru nú öll stjórnmálamenn þá fengju þau öll eitt tækifæri til þess að tala sig inn. Bill Clinton og Margaret Thatcher komu bæði með fínar ræður þar sem þau fóru í grófum dráttum yfir það sem þau höfðu náð að afreka í lífinu. En þegar það kom að Jóni Gnarr þá sagði hann bara illskiljanlegan brandara um Jesú Krist og farsíma, sem skapaði vandræðalegt andrúmsloft hjá öllum viðstöddum. Það var því ekki að sökum að spyrja, Lykla Pétur bauð Clinton og Thatcher velkomin en skellti hliðinu gullna á nefið á Gnarr sem stóð eftir einn með kjánalegt glott á vör og umlaði með sjálfum sér "…en þetta var bara djók…" (reyniði að sjá fyrir ykkur kjánalegt glottið, því það styður við lokalínuna og gerir hana jafnvel enn fyndnari!) Hvernig ætli Jóni Gnarr líði að lesa svona grín á hans kostnað? Ég vona að hann taki þá tilfinningu sem kviknar í brjósti hans við þennan lestur og noti hana í þágu almennings og átti sig á því þegar hans vitjunartími er kominn. Eins vona ég að hann fari í skóla og læri eitthvað almennilegt fag, því ekki getur hann ætlast til þess að hann komist langt á fíflaskapnum einum saman! Með vinsemd og virðingu, Frímann Gunnarsson Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinsælast 2010 Mest lesið Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Kæru kjósendur, nú get ég ekki lengur orða bundist, hversu langt á þetta svokallaða "grín" að ganga? Því miður vita ekki allir hvar takmörk þeirra liggja og þess þá heldur hvar styrkur þeirra liggur. Nú erum við Íslendingar að verða vitni að stórkostlegu ofmati eins meðbræðra okkar, einmitt í þeim dúr. "Grínarinn" Jón Gnarr (einkennilegt nafn…útlendingur?) æðir fram á völl stjórnmálanna þessa dagana með miklu offorsi í nafni flokks sem er í besta falli rangnefni, í versta falli léleg tilraun til þess að vera fyndinn. Téður Jón er einna helst þekktur hér á landi fyrir ansi svæsin húmor, þar sem hann hefur göslast áfram, ólærður, með einkennilegt skopskyn þar sem ekkert er heilagt og "brandararnir" hafa engan endapunkt (punchline) eins og allir vita að brandarar eiga að hafa! Það er einmitt málið. Þar stendur hnífurinn í kúnni… maður veit aldrei hvort hann sé að grínast eður ei! Er þetta allt saman eitt stórt grín? Þá er komið að stóru spurningunni, hverjum er verið að gera grín að? Ég má til með að benda á að það er aldeilis ekki gaman að vera skotspónn óvandaðra "grínara", það þekki ég alltof vel. Mér rennur í grun að gríninu sé beint að saklausum stjórnmálamönnum sem hafa unnið óeigingjarnt starf í þágu almennings í ólgusjó erlends fjármálaofviðris. Þetta fólk hefur látið hugsjónir drífa sig áfram, þótt auðvitað hafi það þurft að gera málamiðlanir á leiðinni, því annars hefði það ekki komist í áhrifastöður. Það hefur auðvitað þurft að spila eftir vissum leikreglum, leikreglum stjórnmálanna, eins og það er orðað svo vel í enskunni "it's a mean to an end." Að vera í ábyrgðastöðu í stjórnmálum er langt því frá að vera auðvelt starf, því auðvitað þarf ósjaldan að taka erfiðar ákvarðanir sem hafa með gríðarlega hagsmuni að gera, sem almenningur hefur sjaldnast nokkuð vit á. Af hreinni ósérhlífni hafa stjórnmálamenn því ekkert verið að angra almenning með flóknu tali um flókin mál. Sir Winston Churchill sagði eitt sinn: "Bestu rökin gegn lýðræði eru fimm mínútna samtal við óbreyttan kjósanda." Við getum litið á stjórnmálamann sem fjárhirði sem veit hvaða leið hann á að reka féið sitt… þannig á það að vera, ekki öfugt! J. Gnarr og hans kónar beita lýðskrumi, tónlistarmyndböndum og ódýrum húmor (ef húmor má kalla) til þess að umpóla þessu rótgróna kerfi sem hefur sannað sig aftur og aftur. Hvernig haldiði að það myndi enda ef leikskólabörnin héldu allt í einu að þau gætu rekið leikskólann og færu að segja fóstrunum til (myndlíking)? Hvar værum við stödd ef ekki hefðu verið fagleg og hárnákvæm viðbrögð þegar erlenda fjármálafárviðrið skall á Íslandsströndum? Að gera grín að því góða fólki sem hefur staðið í framlínunni er ekkert annað en einelti. Í "húmors" nafni! Einelti af verstu sort. Hvernig þætti Gnarr of félögum að bragða á eigin meðölum, svona til þess að finna hvernig það er að vera hinum megin við (b)orðið? Ég ætla að gera litla tilraun og skella fram einum vel úthugsuðum brandara á þeirra kostnað og sjá hvort þeim svíði ekki undan… Bill Clinton, Margaret Thatcher og Jón Gnarr hittust við Gullna Hliðið og vildu öll fá inngöngu. Lykla Pétur kom til dyra og sagði að það væri því miður aðeins pláss fyrir tvo. En þar sem þau væru nú öll stjórnmálamenn þá fengju þau öll eitt tækifæri til þess að tala sig inn. Bill Clinton og Margaret Thatcher komu bæði með fínar ræður þar sem þau fóru í grófum dráttum yfir það sem þau höfðu náð að afreka í lífinu. En þegar það kom að Jóni Gnarr þá sagði hann bara illskiljanlegan brandara um Jesú Krist og farsíma, sem skapaði vandræðalegt andrúmsloft hjá öllum viðstöddum. Það var því ekki að sökum að spyrja, Lykla Pétur bauð Clinton og Thatcher velkomin en skellti hliðinu gullna á nefið á Gnarr sem stóð eftir einn með kjánalegt glott á vör og umlaði með sjálfum sér "…en þetta var bara djók…" (reyniði að sjá fyrir ykkur kjánalegt glottið, því það styður við lokalínuna og gerir hana jafnvel enn fyndnari!) Hvernig ætli Jóni Gnarr líði að lesa svona grín á hans kostnað? Ég vona að hann taki þá tilfinningu sem kviknar í brjósti hans við þennan lestur og noti hana í þágu almennings og átti sig á því þegar hans vitjunartími er kominn. Eins vona ég að hann fari í skóla og læri eitthvað almennilegt fag, því ekki getur hann ætlast til þess að hann komist langt á fíflaskapnum einum saman! Með vinsemd og virðingu, Frímann Gunnarsson
Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun