Hafa heitið því að leggja 290 milljarða í tilboð i United Jón Hákon Halldórsson skrifar 5. mars 2010 07:57 Sextíu vellauðugir fjárfestar hafa heitið því að leggja til samtals 1,5 milljarð sterlingspunda, eða tæpa 290 milljarða íslenskra króna, vegna fyrirhugaðs tilboðs í enska knattspyrnuliðið Manchester United. Þetta er fullyrt í breska blaðinu Times í dag. Blaðið segir að þrátt fyrir að Glazer fjölskyldan hafi lýst því yfir að liðið væri ekki til sölu myndu forystumenn Rauðu riddaranna, hópsins sem hyggst gera tilboð í liðið, fara yfir stöðu mála í dag. Einn af Rauðu riddurunum sagði í gær að vonast hefði verið til að ná saman um 40 fjárfestum sem gætu lagt sitt af mörkum í tilboðinu. En þeir væru nú þegar orðnir sextíu. Þetta gæti þýtt að tilboð í þetta geysivinsæla knattspyrnulið yrði að veruleika innan skamms. Tilboðið yrði þá ef til vill svo hátt að varla væri hægt að hafna því. Rauðu riddararnir telja að verðmæti knattspyrnufélagsins nemi einum milljarði sterlingspunda eða um 190 milljörðum íslenskra króna. Glazer fjölskyldan telur hins vegar að verðmæti liðsins nemi 1,2 milljörðum sterlingspunda. Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Sextíu vellauðugir fjárfestar hafa heitið því að leggja til samtals 1,5 milljarð sterlingspunda, eða tæpa 290 milljarða íslenskra króna, vegna fyrirhugaðs tilboðs í enska knattspyrnuliðið Manchester United. Þetta er fullyrt í breska blaðinu Times í dag. Blaðið segir að þrátt fyrir að Glazer fjölskyldan hafi lýst því yfir að liðið væri ekki til sölu myndu forystumenn Rauðu riddaranna, hópsins sem hyggst gera tilboð í liðið, fara yfir stöðu mála í dag. Einn af Rauðu riddurunum sagði í gær að vonast hefði verið til að ná saman um 40 fjárfestum sem gætu lagt sitt af mörkum í tilboðinu. En þeir væru nú þegar orðnir sextíu. Þetta gæti þýtt að tilboð í þetta geysivinsæla knattspyrnulið yrði að veruleika innan skamms. Tilboðið yrði þá ef til vill svo hátt að varla væri hægt að hafna því. Rauðu riddararnir telja að verðmæti knattspyrnufélagsins nemi einum milljarði sterlingspunda eða um 190 milljörðum íslenskra króna. Glazer fjölskyldan telur hins vegar að verðmæti liðsins nemi 1,2 milljörðum sterlingspunda.
Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira