
Vinstri græn og Evrópusambandið
Gamalkunnur dilkadrátturVið þetta búum við. Eilífan drátt gamalla fjallkónga inn í gamla dilka. Óskandi væri samt að okkur tækist að ræða þetta mál án þess að þátttakendur þurfi að vísa í sífellu fram flokksskírteinum. Óskandi væri að umræðan um ESB snerist um málefni: þjóðarhag, lífskjör, stað Íslands í heiminum, krónuna, umhverfismál, stöðugleika, atvinnumál, eðli fullveldisins, vöruútflutning, tollamál, verð á matvöru…
Nokkrir sjálfstæðir Sjálfstæðismenn með Benedikt Jóhannesson í fararbroddi hafa að vísu þverskallast við að hlýða hinum gamla fjallkóngi og lýst yfir stuðningi við að minnsta kosti aðildarviðræður, eins og raunar meirihluti kjósenda Sjálfstæðisflokksins aðhylltist til skamms tíma. Þögnin um þetta mál hefur hins vegar verið meiri í öðrum flokkum.
Samfylkingarmenn þora naumast að opna munninn um málið af ótta við að það takist að gera þetta að sérmáli þess flokks, og úr ranni Vinstri Grænna heyrist lítið annað en Lebensraum-raus Ögmundar Jónassonar.
VG er í erfiðri stöðu. Ekki hefur verið mikið um það fjallað en fram að allra síðustu könnunum hefur meirihluti kjósenda flokksins stutt aðildarviðræður og jafnvel aðild - án þess þó að sá hluti kjósenda flokksins hafi átt sér málsvara í flokknum opinberlega. Nú - þegar þjóðin virðist kenna ESB um efnahagshrunið - er eindreginn stuðningur kjósenda VG við aðild að ESB að vísu kominn niður í 20 prósent og önnur 15 prósent hálfvolg.
Það er engu að síður allhátt hlutfall kjósenda. Þetta er vinstri sinnað fólk sem trúir ekki á tröllasögur Ögmundar um heimsvaldasinnað eðli ESB… Flokkurinn telur sig væntanlega eiga samleið með þessu fólki um leið og hann vill ekki styggja þann (núverandi) meirihluta kjósenda flokksins sem andvígir eru ESB. Söguleg arfleifð flokksins flækir málin. VG hefur vissulega tekið við þjóðfrelsiskyndlunum frá Alþýðubandalaginu sáluga og Sósíalistaflokknum þar á undan; og gott ef ekki Landvörn og Skúla Thoroddsen þar þar á undan.
Í íslenskri vinstri stefnu hefur löngum verið óleyst togstreita milli ítrustu kröfu um bókstafssjálfstæði sem vill enda í ógöngum Bjarts í Sumarhúsum (sem drap kúna frekar en að gefa eftir) og svo aftur pragmatisma af þeirri sort sem endar í ógöngum lúðviskunnar með skuttogara í hverjum firði.
Við skulum ekki hafa háttOg samt… Kringum þrjátíu prósent kjósenda VG vilja inngöngu - og voru enn fleiri áður en Icesave-málið kom upp. Innan flokksins eru öfl sem telja að hag lands og þjóðar verði best borgið innan Evrópusambandsins og telja að það samræmist prýðilega vinstri stefnu af því tagi sem leggur áherslu á alþjóðahyggju og bætt kjör launafólks. Ekki þarf að hafa mörg orð um umhverfismálin: þar er Evrópusambandið töluvert lengra komið en Íslendingar.
En ekki verður sagt að stuðningsmenn Evrópusambandsaðildar innan VG hafi hátt. Stundum virðist manni eins og það fólk innan VG sem styður aðildina ætli að láta sér það lynda að þetta sé mál Samfylkingarinnar. Á sínum tíma, þegar stjórnin var mynduð, reyndi VG að fá Samfylkinguna til að samþykkja þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarviðræður og vissulega hefði Samfó betur hlustað á þær tillögur, því að þá hefði viðræðunefndin í Brussel eindregnara umboð en nú virðist. En úr því sem komið er þurfa stuðningsmenn aðildar úr VG að stíga fram og taka til máls óttalaust. Takist að gera Evrópusambandsaðild að sérmáli Samfylkingarinnar þá er útséð um afdrif málsins.
Stundum er eins og það gleymist að á valdaárum gamla fjallkóngsins, Davíðs Oddssonar var einmitt gerð tilraun með þá ábyrgðarlausu hálfaðild að ESB sem hann og ýmsir fleiri telja að enn muni gefast Íslendingum vel. Sú tilraun endaði með allsherjarhruni og um hana má fræðast í rannsóknarskýrslu alþingis.
Brýnast af öllu er að hlusta ekki á gömlu fjallkóngana heldur hugsa allt upp á nýtt og gera alla hluti öðruvísi en á þann hátt sem leiddi yfir okkur hrunið.
Skoðun

Grafið undan grunngildum
Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar

Samúð
Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar

Allskonar núansar
Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar

Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir?
Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar

Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands
Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar

Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025
Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar

Byggjum meira á Kjalarnesi
Gunnar Alexander Ólafsson skrifar

Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis
Heimir Már Pétursson skrifar

Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt
Ole Anton Bieltvedt skrifar

Hugleiðingar um listamannalaun V
Þórhallur Guðmundsson skrifar

Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!!
Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar

Olíunotkun er þjóðaröryggismál
Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar

Mokum ofan í skotgrafirnar
Teitur Atlason skrifar

Kennarastarfið óheillandi... því miður
Guðrún Kjartansdóttir skrifar

Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands
Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar

Skattspor ferðaþjónustunnar 184 milljarðar árið 2023
Pétur Óskarsson skrifar

Kynskiptur vinnumarkaður
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar

Við kjósum Magnús Karl
Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson skrifar

Harka af sér og halda áfram
Hulda Jónsdóttir Tölgyes skrifar

Mjólkursamsalan færir hundruð milljóna til erlendra bænda
Ólafur Stephensen skrifar

Gulur, rauður, blár og B+
Jón Pétur Zimsen skrifar

Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra
Einar Mikael Sverrisson skrifar

Tryggjum gæði í mannvirkjaiðnaði
Karólína Helga Símonardóttir skrifar

Reykjavík er höfuðborg okkar allra
Ásthildur Sturludóttir,Dagmar Ýr Stefánsdóttir,Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,Gerður Björk Sveinsdóttir,Íris Róbertsdóttir,Jóna Árný Þórðardóttir,Katrín Sigurjónsdóttir,Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Sigurjón Andrésson skrifar

Fjárfestum í vegakerfinu
Stefán Broddi Guðjónsson skrifar

Vandi Háskóla Ísland og lausnir – I – stéttarfélög
Pétur Henry Petersen skrifar

Skjánotkun foreldra - tímarnir breytast og tengslin með?
Stefán Þorri Helgason skrifar

Til þjónustu reiðubúin í Garðabæ
Almar Guðmundsson skrifar

Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning
Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir skrifar

Tilvistarkreppa leikskólakennara?
Helga Guðmundsdóttir skrifar