Hættur á ferðamannastöðum 15. júní 2010 06:00 Sérstaða Íslands sem ferðamannalands er meðal annars fólgin í því frelsi og óhefta aðgengi sem fólk finnur fyrir þegar það heimsækir landið. Í tilefni slyssins við Látrabjarg á dögunum vil ég lengstra orða biðja þar til bær yfirvöld að hugsa sinn gang áður en farið er að setja upp rammgerðar girðingar og tálmanir hvar sem hætta getur leynst við vinsæla ferðamannastaði. Flestum mönnum er gefinn ákveðinn skammtur af skynsemi sem fleytir þeim tiltölulega óhappalítið í gegnum lífið. Hjá öðrum yfirgnæfir áhættusæknin, svo engar girðingar fá þeim hvort eð er haldið. Það er þessi heilbrigða skynsemi sem við megum hvorki vanmeta né vanvirða hjá mannskepnunni. Þannig eru meira að segja þýsk umferðaryfirvöld nú á síðustu tímum búin að uppgötva þennan sannleika og farin að grisja í skógi umferðarmerkinga í sínu heimalandi. Hafa til dæmis fjarlægt fjölda merkinga sem sýna bíl steypast fram af kanti eða kaja þar sem ekið er um bryggjur eða á bökkum áa. Sama á við um umferðarmerki sem sýna möguleika á snjókomu. Farið er að treysta á að fólk verði sjálft vart við snjókomuna og þurfi því ekki á sérstökum aðvörunum að halda! Hér á landi ættum við ekki að fara að tapa trú okkar á heilbrigða, mannlega skynsemi. Láta ekki skiltaskóga og keðjubunka yfirgnæfa íslenskar náttúruperlur. Að því leyti er t.d. nóg gert varðandi Gullfoss og Geysi, þótt frágangur í umhverfi og aðgengi sé þar að öðru leyti fyrir neðan allar hellur. Ekki þarf heldur að segja neinum að lífshættulegt geti verið að fara of nálægt bjargbrún. En í þeim tilfellum þar sem ósýnileg eða óvænt hætta er til staðar, eins og við lundaholurnar á Látrabjargi, þar sem menn geta auðveldlega misstigið sig á ystu brún, svo og í sambandi við lævísar öldutungurnar í Reynisfjöru, þar er sjálfsagt að geta um hættuna með áberandi hætti. Þar hefðum við þurft að vera fyrri til. Eru fleiri þekktir ferðamannastaðir þessu marki brenndir? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Skoðanir Skoðun Mest lesið Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Sérstaða Íslands sem ferðamannalands er meðal annars fólgin í því frelsi og óhefta aðgengi sem fólk finnur fyrir þegar það heimsækir landið. Í tilefni slyssins við Látrabjarg á dögunum vil ég lengstra orða biðja þar til bær yfirvöld að hugsa sinn gang áður en farið er að setja upp rammgerðar girðingar og tálmanir hvar sem hætta getur leynst við vinsæla ferðamannastaði. Flestum mönnum er gefinn ákveðinn skammtur af skynsemi sem fleytir þeim tiltölulega óhappalítið í gegnum lífið. Hjá öðrum yfirgnæfir áhættusæknin, svo engar girðingar fá þeim hvort eð er haldið. Það er þessi heilbrigða skynsemi sem við megum hvorki vanmeta né vanvirða hjá mannskepnunni. Þannig eru meira að segja þýsk umferðaryfirvöld nú á síðustu tímum búin að uppgötva þennan sannleika og farin að grisja í skógi umferðarmerkinga í sínu heimalandi. Hafa til dæmis fjarlægt fjölda merkinga sem sýna bíl steypast fram af kanti eða kaja þar sem ekið er um bryggjur eða á bökkum áa. Sama á við um umferðarmerki sem sýna möguleika á snjókomu. Farið er að treysta á að fólk verði sjálft vart við snjókomuna og þurfi því ekki á sérstökum aðvörunum að halda! Hér á landi ættum við ekki að fara að tapa trú okkar á heilbrigða, mannlega skynsemi. Láta ekki skiltaskóga og keðjubunka yfirgnæfa íslenskar náttúruperlur. Að því leyti er t.d. nóg gert varðandi Gullfoss og Geysi, þótt frágangur í umhverfi og aðgengi sé þar að öðru leyti fyrir neðan allar hellur. Ekki þarf heldur að segja neinum að lífshættulegt geti verið að fara of nálægt bjargbrún. En í þeim tilfellum þar sem ósýnileg eða óvænt hætta er til staðar, eins og við lundaholurnar á Látrabjargi, þar sem menn geta auðveldlega misstigið sig á ystu brún, svo og í sambandi við lævísar öldutungurnar í Reynisfjöru, þar er sjálfsagt að geta um hættuna með áberandi hætti. Þar hefðum við þurft að vera fyrri til. Eru fleiri þekktir ferðamannastaðir þessu marki brenndir?
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar
Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun