Bílflak af botni stöðuvatns selt á tæpar 50 milljónir 27. janúar 2010 10:36 Sagan er ævintýri líkust en eftir að hafa legið í 73 ár á botni stöðuvatns var bílflak selt á uppboði í París fyrir 48 milljónir kr. Hinsvegar verður að geta þess að umrætt bílflak var af gerðinni Bugatti Type 22.Áður en til uppboðsins kom var bílflakið metið á rúmar 12 milljónir kr. Hinsvegar buðu tveir menn, Evrópumaður og Bandaríkjamaður, svo ákaft í flakið að á endanum var það slegið á 48 milljónir kr. Greint er frá þessu á börsen.dkÞað var árið 1967 sem kafari fann Bugatti flakið á botni svissneska stöðuvatnsins Lago Maggiore skammt frá bænum Ascona. Frá þeim tíma hefur verið vinsælt hjá köfurum að skoða þetta flak á botni vatnsins og hlutir úr því hafa horfið á liðnum árum, meðal annars eitt af dekkjunum.Ekkert er vitað um tildrög þess að Bugatti bílinn hafnaði í vatninu á sínum tíma en íbúar Ascona hafa í gegnum árin sett fram ýmsar hugmyndir og kenningar um það.Bílflakið fékk að liggja, að mestu óhreyft, í vatninu þar til að ungur kafari, Damiano Tamagi, lenti í grófri líkamsárás í Ascona sem kostnaði hann lífið árið 2008. Sjö félagar hans ákváðu þá að bjarga flakinu, selja það og stofna minningarsjóð um Damiano fyrir andvirði sölunnar.Þeir tveir sem buðu mest í flakið höfðu ólíkar hugmyndir um hvað þær ætluðu að gera við það. Bandaríkjamaðurinn sem tapaði baráttunni ætlaði að gera bílinn upp. Evrópumaðurinn sem á nú flakið ætlar hinsvegar að stilla því upp til sýnis í núverandi mynd. Mest lesið Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Hvar er opið um páskana? Neytendur Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Viðskipti innlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Fleiri fréttir Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Sjá meira
Sagan er ævintýri líkust en eftir að hafa legið í 73 ár á botni stöðuvatns var bílflak selt á uppboði í París fyrir 48 milljónir kr. Hinsvegar verður að geta þess að umrætt bílflak var af gerðinni Bugatti Type 22.Áður en til uppboðsins kom var bílflakið metið á rúmar 12 milljónir kr. Hinsvegar buðu tveir menn, Evrópumaður og Bandaríkjamaður, svo ákaft í flakið að á endanum var það slegið á 48 milljónir kr. Greint er frá þessu á börsen.dkÞað var árið 1967 sem kafari fann Bugatti flakið á botni svissneska stöðuvatnsins Lago Maggiore skammt frá bænum Ascona. Frá þeim tíma hefur verið vinsælt hjá köfurum að skoða þetta flak á botni vatnsins og hlutir úr því hafa horfið á liðnum árum, meðal annars eitt af dekkjunum.Ekkert er vitað um tildrög þess að Bugatti bílinn hafnaði í vatninu á sínum tíma en íbúar Ascona hafa í gegnum árin sett fram ýmsar hugmyndir og kenningar um það.Bílflakið fékk að liggja, að mestu óhreyft, í vatninu þar til að ungur kafari, Damiano Tamagi, lenti í grófri líkamsárás í Ascona sem kostnaði hann lífið árið 2008. Sjö félagar hans ákváðu þá að bjarga flakinu, selja það og stofna minningarsjóð um Damiano fyrir andvirði sölunnar.Þeir tveir sem buðu mest í flakið höfðu ólíkar hugmyndir um hvað þær ætluðu að gera við það. Bandaríkjamaðurinn sem tapaði baráttunni ætlaði að gera bílinn upp. Evrópumaðurinn sem á nú flakið ætlar hinsvegar að stilla því upp til sýnis í núverandi mynd.
Mest lesið Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Hvar er opið um páskana? Neytendur Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Viðskipti innlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Fleiri fréttir Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Sjá meira