Breska pundið fellur 3. mars 2010 02:00 Fallandi Verulegur þrýstingur hefur verið á breska pundið.nordicphotos/AFP Breska pundið hefur náð nýjum lægðum gagnvart Bandaríkjadal og evru, bæði vegna fjármálaóróa og pólitískrar óvissu. Samkvæmt skoðanakönnunum eru litlar líkur á að takist að mynda meirihlutastjórn í Bretlandi að loknum kosningum í vor. Það eykur ekki tiltrú fólks á framtíð efnahagslífsins eða gjaldmiðils landsins. Vogunarsjóðir og stórir fjárfestar reikna með frekara falli pundsins og almennir fjárfestar eru margir hverjir að forða sér í öruggara skjól, með ekki mjög hagstæðum afleiðingum fyrir pundið. Breska ríkið, rétt eins og evruríki á borð við Spán og Grikkland, hefur tekið háar fjárhæðir að láni, sem veldur því að fjármálafólk hefur áhyggjur af því að ríkið geti staðið undir því að greiða allt þetta lánsfé til baka. Þar með skapast þessi þrýstingur á pundið, og ekki bæta áhyggjur af stjórnmálahorfunum úr. Pundið hefur fallið um 8 prósent gagnvart dollar og 2 prósent gagnvart evru það sem af er árinu. Gagnvart dollaranum hefur pundið ekki staðið verr í tíu mánuði. Gagnvart krónunni hefur pundið fallið um tæp fimm prósent frá ársbyrjun, eða úr 202 krónum niður í 193, en komst reyndar upp í 207 krónur seint í janúar .- gb Mest lesið Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Anna Rut nýr aðstoðarforstjóri Kviku Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Íslenska ánægjuvogin: Viðskiptavinir Indó og miðaldra konur ánægðust Neytendur Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent 43 ára kvikmyndasaga kvödd Lífið samstarf Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Breska pundið hefur náð nýjum lægðum gagnvart Bandaríkjadal og evru, bæði vegna fjármálaóróa og pólitískrar óvissu. Samkvæmt skoðanakönnunum eru litlar líkur á að takist að mynda meirihlutastjórn í Bretlandi að loknum kosningum í vor. Það eykur ekki tiltrú fólks á framtíð efnahagslífsins eða gjaldmiðils landsins. Vogunarsjóðir og stórir fjárfestar reikna með frekara falli pundsins og almennir fjárfestar eru margir hverjir að forða sér í öruggara skjól, með ekki mjög hagstæðum afleiðingum fyrir pundið. Breska ríkið, rétt eins og evruríki á borð við Spán og Grikkland, hefur tekið háar fjárhæðir að láni, sem veldur því að fjármálafólk hefur áhyggjur af því að ríkið geti staðið undir því að greiða allt þetta lánsfé til baka. Þar með skapast þessi þrýstingur á pundið, og ekki bæta áhyggjur af stjórnmálahorfunum úr. Pundið hefur fallið um 8 prósent gagnvart dollar og 2 prósent gagnvart evru það sem af er árinu. Gagnvart dollaranum hefur pundið ekki staðið verr í tíu mánuði. Gagnvart krónunni hefur pundið fallið um tæp fimm prósent frá ársbyrjun, eða úr 202 krónum niður í 193, en komst reyndar upp í 207 krónur seint í janúar .- gb
Mest lesið Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Anna Rut nýr aðstoðarforstjóri Kviku Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Íslenska ánægjuvogin: Viðskiptavinir Indó og miðaldra konur ánægðust Neytendur Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent 43 ára kvikmyndasaga kvödd Lífið samstarf Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira