Þetta var fjórði ársfjórðungurinn í röð þar sem Deutsche Bank skilaði hagnaði eftir að hafa tapað miklu á árinu 2008. Samkvæmt frétt á Bloomberg fréttaveitunni var hagnaður bankans töluvert yfir væntingum sérfræðinga.
„Deutsche Bank er sigurvegari í kreppunni meðal fjárfestingarbanka," segir Amdrew Lynch hjá Schroder Investment í London. Hlutir í bankanum hafa hækkað um 122% í kauphöllinni í Frankfurt undanfarna 12 mánuði.