Eitt samfélag fyrir alla 14. maí 2010 09:32 Við Íslendingar höfum mátt búa við grófar blekkingar og mikið ranglæti undanfarin ár. Fjármálajöfrar notuðu tálmyndir til að fá aðgang að lífeyrissjóðum, tryggingarsjóðum og innistæðureikningum almennings, hér heima og erlendis. Þeim var leyft að sölsa nánast allt undir sig; banka, fjölmiðla, matvöruverslanir, upplýsinga- og tæknifyrirtæki og heilu hverfin í borginni. Þeir hikuðu ekki við að veðsetja traust og gömul fyrirtæki nánast út úr heiminum. Stofnanir, sem áttu að gæta hagsmuna okkar almennra borgara í landinu, brugðust: Seðlabanki, fjármálaeftirlit, ráðuneyti, Alþingi, ríkisstjórnir. Skýringarinnar er fyrst og fremst að leita í ábyrgðarlausri efnahagsstjórn, sem skreytti sig nafni frjálshyggjunnar, og gamalgróinni pólitískri menningu hér á landi. Stjórnmálaflokkar á atkvæðaveiðum yfirspiluðu hver annan með skrumi. Kosningaloforð um skattalækkanir og 90% íbúðarlán á tímum hættulegrar þenslu vorið 2003, virkuðu eins og olíu væri hellt á bál. Við þessu var varað en allar gagnrýnisraddir voru kveðnar í kútinn af dæmalausum hroka og talsverðu magni af smjörklípum. Allt er þetta tekið fyrir í Rannsóknarskýrslu Alþingis og fær falleinkunn; stjórnsýslan, pólitíski kúltúrinn og efnahagsstjórnin.Ójöfnuður Ekki nóg með það. Frá árinu 1995 og fram að efnahagshruni virðist ójöfnuður á Íslandi hafa vaxið meir en í nokkru öðru vestrænu landi. Virtir íslenskir fræðimenn, prófessorarnir Stefán Ólafsson og Þorvaldur Gylfason, bentu á það í greinum og skýrslum ár eftir ár. Í rannsókn Arnaldar Sölva Kristjánssonar og Stefáns Ólafssonar frá síðasta ári um þróun tekjuskiptingar á Íslandi, er því lýst hvernig búið var til velferðarkerfi hátekjufólks hér á landi með niðurfellingu hátekjuskatts og róttækri lækkun fjármagnstekjuskatts niður í 13%. Niðurstaðan varð meðal annars sú að ríkustu 10 prósent fjölskyldna juku hlut sinn af heildartekjum fjölskyldna úr 22 prósentum árið 1993 í 40 prósent árið 2007. Tekjuhlutdeild 90 prósenta fjölskyldna minnkaði á þessum tíma úr 78 í rúm 60 prósent. Auk þess, segir í greininni, rýrðu stjórnvöld barna- og vaxtabætur til ungra fjölskyldna á árunum 1995 til 2006.Hjálmar SveinssonVið erum jafnaðarmenn. Okkur blöskrar hvernig ójöfnuðurinn hefur verið aukinn kerfisbundið ár eftir ár. Við tókum það skref, sem hvorugur okkar hafði nokkru sinni ætlað sér, að ganga til liðs við stjórnmálaflokk. Samfylkingin hefur gert mörg mistök undanfarin ár og á stundum virkað tækifærissinnuð. Flokksforustan sá ekki í gegnum tálmyndir, hlustaði ekki á viðvaranir og gagnrýni en gekk til liðs við spilltan valdaflokk í ríkisstjórnarsamstarfi vorið 2007. Við erum engu að síður sannfærðir um að hin klassíska jafnaðarstefna, sem er grunnstefið í stefnuskrá Samfylkingarinnar, er eina færa leiðin fyrir okkur Íslendinga að vinna okkur út úr vandanum. Skorinorðasta tjáning jafnaðarstefnunnar er kjörorð frönsku stjórnarbyltingarinnar. Að okkar mati er enginn annar vegur fær til að skapa hið nýja Ísland, sem svo margir þrá, en vegurinn sem er varðaður frelsi, jafnrétti og bræðralagi.Vanmáttur Bankahrun má bæta og hagvöxtur gengur í bylgjum en vöxtur þjóðar er flókið og viðkvæmt ferli. Þjóðfélag þiggur ekki líf af eigum sínum jafnvel þótt það sé auðugt. Rætur þess standa dýpra í veruleikanum. Íslandshrunið er ekki fyrst og síðast fjárhagslegt heldur stöndum við nú frammi fyrir siðferðislegu og félagslegu tapi sem m.a. birtist í því að stór hópur fólks í landi okkar er í þann mund að festa þá tilfinningu í vitund sinni að samfélagið sé andsnúið þeim. Þar horfum við ekki síst á þau nokkur þúsund ungmenni í borginni, og á landinu öllu, sem hvorki hafa fundið sig í skóla né fengið atvinnu við hæfi. Þetta er unga fólkið sem sér enga sérstaka ástæðu til annars en að sofa á daginn og vaka á nóttunni vegna þess að samfélagið sem það tilheyrir reiknar ekki með kröftum þess á nokkurn hátt. Vikurnar líða og mánuðirnir og niðurstaðan í lífi þessa fjölmenna hóps er vanmáttur, lærður vanmáttur sem virka mun eins og tæring á þjóðarlíkamann ef ekki verður komið til móts við hann. Þó er þar ljós í myrkri þegar litið er til þess átaks sem Vinnumálastofnun hefur staðið að gagnvart þessum hópi og sannað með einstökum árangri að böl má bæta. Annar hópur fólks nokkru ofar í aldri stendur jafnframt illa, en það er allt duglega unga fólkið sem fyrir fimmtán til tíu árum valdi sér námsbrautir í skólum, lauk prófum, stofnaði fjölskyldu, eignaðist börn og tók lán fyrir húsnæði sem síðan stökkbreyttust og urðu að skuldagildrum. Þetta er kynslóðin sem trúði á hið nýja og ríka Ísland af því að þeim var kennt að gera það allt frá unglingsárum. Þetta er sú kynslóð Íslendinga sem verst hefur verið svikin. Á þetta fólk að vilja byggja upp samfélag sem heldur þeim í heljargreipum skulda? Hversu reiður er þessi hópur? Og hvar mun reiðin lenda þegar hún hefur alið afkvæmi sín? Við bendum á þessa tvo hópa, unga óvirka fólkið og reiðu kynslóðina með börnin og skuldaklafana.Jöfnuður skapar stöðugleika Við lofum hvorki styttum né skattalækkunum. Við lofum engu nema því að leggja okkur alla fram við að skapa hér réttlátara samfélag. Við höfnum ójöfnuði. Ójöfnuður leiðir til sundrungar en jöfnuður skapar stöðugleika. Við viljum tryggja öllum tækifæri. Við viljum eitt samfélag fyrir alla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarni Karlsson Mest lesið Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Sjá meira
Við Íslendingar höfum mátt búa við grófar blekkingar og mikið ranglæti undanfarin ár. Fjármálajöfrar notuðu tálmyndir til að fá aðgang að lífeyrissjóðum, tryggingarsjóðum og innistæðureikningum almennings, hér heima og erlendis. Þeim var leyft að sölsa nánast allt undir sig; banka, fjölmiðla, matvöruverslanir, upplýsinga- og tæknifyrirtæki og heilu hverfin í borginni. Þeir hikuðu ekki við að veðsetja traust og gömul fyrirtæki nánast út úr heiminum. Stofnanir, sem áttu að gæta hagsmuna okkar almennra borgara í landinu, brugðust: Seðlabanki, fjármálaeftirlit, ráðuneyti, Alþingi, ríkisstjórnir. Skýringarinnar er fyrst og fremst að leita í ábyrgðarlausri efnahagsstjórn, sem skreytti sig nafni frjálshyggjunnar, og gamalgróinni pólitískri menningu hér á landi. Stjórnmálaflokkar á atkvæðaveiðum yfirspiluðu hver annan með skrumi. Kosningaloforð um skattalækkanir og 90% íbúðarlán á tímum hættulegrar þenslu vorið 2003, virkuðu eins og olíu væri hellt á bál. Við þessu var varað en allar gagnrýnisraddir voru kveðnar í kútinn af dæmalausum hroka og talsverðu magni af smjörklípum. Allt er þetta tekið fyrir í Rannsóknarskýrslu Alþingis og fær falleinkunn; stjórnsýslan, pólitíski kúltúrinn og efnahagsstjórnin.Ójöfnuður Ekki nóg með það. Frá árinu 1995 og fram að efnahagshruni virðist ójöfnuður á Íslandi hafa vaxið meir en í nokkru öðru vestrænu landi. Virtir íslenskir fræðimenn, prófessorarnir Stefán Ólafsson og Þorvaldur Gylfason, bentu á það í greinum og skýrslum ár eftir ár. Í rannsókn Arnaldar Sölva Kristjánssonar og Stefáns Ólafssonar frá síðasta ári um þróun tekjuskiptingar á Íslandi, er því lýst hvernig búið var til velferðarkerfi hátekjufólks hér á landi með niðurfellingu hátekjuskatts og róttækri lækkun fjármagnstekjuskatts niður í 13%. Niðurstaðan varð meðal annars sú að ríkustu 10 prósent fjölskyldna juku hlut sinn af heildartekjum fjölskyldna úr 22 prósentum árið 1993 í 40 prósent árið 2007. Tekjuhlutdeild 90 prósenta fjölskyldna minnkaði á þessum tíma úr 78 í rúm 60 prósent. Auk þess, segir í greininni, rýrðu stjórnvöld barna- og vaxtabætur til ungra fjölskyldna á árunum 1995 til 2006.Hjálmar SveinssonVið erum jafnaðarmenn. Okkur blöskrar hvernig ójöfnuðurinn hefur verið aukinn kerfisbundið ár eftir ár. Við tókum það skref, sem hvorugur okkar hafði nokkru sinni ætlað sér, að ganga til liðs við stjórnmálaflokk. Samfylkingin hefur gert mörg mistök undanfarin ár og á stundum virkað tækifærissinnuð. Flokksforustan sá ekki í gegnum tálmyndir, hlustaði ekki á viðvaranir og gagnrýni en gekk til liðs við spilltan valdaflokk í ríkisstjórnarsamstarfi vorið 2007. Við erum engu að síður sannfærðir um að hin klassíska jafnaðarstefna, sem er grunnstefið í stefnuskrá Samfylkingarinnar, er eina færa leiðin fyrir okkur Íslendinga að vinna okkur út úr vandanum. Skorinorðasta tjáning jafnaðarstefnunnar er kjörorð frönsku stjórnarbyltingarinnar. Að okkar mati er enginn annar vegur fær til að skapa hið nýja Ísland, sem svo margir þrá, en vegurinn sem er varðaður frelsi, jafnrétti og bræðralagi.Vanmáttur Bankahrun má bæta og hagvöxtur gengur í bylgjum en vöxtur þjóðar er flókið og viðkvæmt ferli. Þjóðfélag þiggur ekki líf af eigum sínum jafnvel þótt það sé auðugt. Rætur þess standa dýpra í veruleikanum. Íslandshrunið er ekki fyrst og síðast fjárhagslegt heldur stöndum við nú frammi fyrir siðferðislegu og félagslegu tapi sem m.a. birtist í því að stór hópur fólks í landi okkar er í þann mund að festa þá tilfinningu í vitund sinni að samfélagið sé andsnúið þeim. Þar horfum við ekki síst á þau nokkur þúsund ungmenni í borginni, og á landinu öllu, sem hvorki hafa fundið sig í skóla né fengið atvinnu við hæfi. Þetta er unga fólkið sem sér enga sérstaka ástæðu til annars en að sofa á daginn og vaka á nóttunni vegna þess að samfélagið sem það tilheyrir reiknar ekki með kröftum þess á nokkurn hátt. Vikurnar líða og mánuðirnir og niðurstaðan í lífi þessa fjölmenna hóps er vanmáttur, lærður vanmáttur sem virka mun eins og tæring á þjóðarlíkamann ef ekki verður komið til móts við hann. Þó er þar ljós í myrkri þegar litið er til þess átaks sem Vinnumálastofnun hefur staðið að gagnvart þessum hópi og sannað með einstökum árangri að böl má bæta. Annar hópur fólks nokkru ofar í aldri stendur jafnframt illa, en það er allt duglega unga fólkið sem fyrir fimmtán til tíu árum valdi sér námsbrautir í skólum, lauk prófum, stofnaði fjölskyldu, eignaðist börn og tók lán fyrir húsnæði sem síðan stökkbreyttust og urðu að skuldagildrum. Þetta er kynslóðin sem trúði á hið nýja og ríka Ísland af því að þeim var kennt að gera það allt frá unglingsárum. Þetta er sú kynslóð Íslendinga sem verst hefur verið svikin. Á þetta fólk að vilja byggja upp samfélag sem heldur þeim í heljargreipum skulda? Hversu reiður er þessi hópur? Og hvar mun reiðin lenda þegar hún hefur alið afkvæmi sín? Við bendum á þessa tvo hópa, unga óvirka fólkið og reiðu kynslóðina með börnin og skuldaklafana.Jöfnuður skapar stöðugleika Við lofum hvorki styttum né skattalækkunum. Við lofum engu nema því að leggja okkur alla fram við að skapa hér réttlátara samfélag. Við höfnum ójöfnuði. Ójöfnuður leiðir til sundrungar en jöfnuður skapar stöðugleika. Við viljum tryggja öllum tækifæri. Við viljum eitt samfélag fyrir alla.
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun