Fótbolti

Löw óttast um landsliðsferil Ballack

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Michael Ballack.
Michael Ballack. Nordic Photos / Bongarts

Joachim Löw, landsliðsþjálfari Þýskalands, er efins um hvort að Michael Ballack muni aftur fá tækifæri til að spila með landsliðinu í framtíðinni.

Ballack missti af HM í Þýskalandi í sumar vegna meiðsla og hann meiddist á ný í haust í leik með Bayer Leverkusen. Hann verður frá næstu sex vikurnar vegna meiðslanna.

„Allir leikmenn þurfa að gera sér grein fyrir því hvenær þeirra bestu ár eru liðin," sagði Löw. „Þetta á líka við um Michael Ballack. Við munum meta það eftir að hann hefur náð sér af þessum meiðslum hvort hann geti spilað með á EM 2012 en þá verður hann orðinn 35 ára gamall."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×