Skuldirnar sem Frakkar felldu niður nema um 700 milljónum kr. en eftir standa skuldir Haití hjá öðrum löndum Parísarklúbbsins upp á um 9 milljarða kr.
Christine Lagarde efnahagsmálaráðherra Frakklands segir að hamfarirnar á Haití geri það nauðsynlegt að erlendar skuldir landsins séu sléttaðar út að því er segir í frétt um málið á vefsíðunni e24.no.
Í júlí á síðasta ári komst Parísarklúbburinn að samkomulagi við kröfuhafa Haití um verulega niðurfellingu á skuldum landsins.