Óttast að danskir bankar tapi miklu á þessu ári 11. janúar 2010 08:20 Matsfyrirtækið Standard & Poors óttast að danskir bankar tapi miklu á útlánum sínum í fasteignageiranum á þessu ári. Er jafnvel talið að útlánatapið gæti orðið svipað og það varð í fyrra. Fjallað er um málið í Ökonomisk Ugebrev. Þar segir að matsfyrirtækið telji að fasteignabólan í Danmörku hafi blásið það mikið út í landinu að áhætta danskra banka sé mun meiri en þeirra sænsku og finnsku. Standard & Poors eru áfram með dönsku bankanna í áhættuhópi 2, en þangað féll landið á árinu 2008. Sænskir og finnskir bankar eru í áhættuhópi 1. Matsfyrirtækið telur að dönsku bankarnir hafi verið mun áhætusæknari en þeir sænsku og finnsku og því horfa þeir fram á að tapa meiru vegna fasteignabólunnar. „Við teljum að dönsku bankarnir í sameiningu hafi tapað sem svarar til um eins prósents af heildarlánum sínum árið 2009," segir Louise Lundberg hjá Standard & Poors í Stokkhólmi. „Við gerum ráð fyrir að heildartapið verði á þessum nótum í ár. Kannski verður það aðeins lægra." Þá telur matsfyrirtækið að meiri áhætta sé í kringum fyrirtækjalán dönsku bankanna en þeirra sænsku og finnsku. Hér má geta þess að FIH bankinn sem er í íslenskri eigu sérhæfir sig í lánum til fyrirtækja. Mest lesið Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Matsfyrirtækið Standard & Poors óttast að danskir bankar tapi miklu á útlánum sínum í fasteignageiranum á þessu ári. Er jafnvel talið að útlánatapið gæti orðið svipað og það varð í fyrra. Fjallað er um málið í Ökonomisk Ugebrev. Þar segir að matsfyrirtækið telji að fasteignabólan í Danmörku hafi blásið það mikið út í landinu að áhætta danskra banka sé mun meiri en þeirra sænsku og finnsku. Standard & Poors eru áfram með dönsku bankanna í áhættuhópi 2, en þangað féll landið á árinu 2008. Sænskir og finnskir bankar eru í áhættuhópi 1. Matsfyrirtækið telur að dönsku bankarnir hafi verið mun áhætusæknari en þeir sænsku og finnsku og því horfa þeir fram á að tapa meiru vegna fasteignabólunnar. „Við teljum að dönsku bankarnir í sameiningu hafi tapað sem svarar til um eins prósents af heildarlánum sínum árið 2009," segir Louise Lundberg hjá Standard & Poors í Stokkhólmi. „Við gerum ráð fyrir að heildartapið verði á þessum nótum í ár. Kannski verður það aðeins lægra." Þá telur matsfyrirtækið að meiri áhætta sé í kringum fyrirtækjalán dönsku bankanna en þeirra sænsku og finnsku. Hér má geta þess að FIH bankinn sem er í íslenskri eigu sérhæfir sig í lánum til fyrirtækja.
Mest lesið Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira