Engin hætta á þjóðargjaldþroti Grikkja, Ísland í ruslið 12. janúar 2010 10:36 Greiningarfyrirtækið IHS Global Insight segir að engin hætta sé á þjóðargjaldþroti Grikkja, né annara evruþjóða á þessu ári. Hinsvegar á fyrirtækið von á að öll önnur matsfyrirtæki fylgi fordæmi Fitch Ratings og setji lánshæfiseinkunn Íslands í ruslflokk. Þetta kemur fram í frétt á CNBC sjónvarpsstöðinni. Samkvæmt IHS Global Insight muni þrýtingur frá öðrum evruþjóðum valda því að Grikkir muni endurskoða fjárhagsstöðu sína sama hve sársaukafullt það verði fyrir fjárfesta. „Ísland er rusl (junk)" , segir í fréttinni þar sem forseti Íslands hafni því að greiða þá milljarða sem landið skuldi Bretum og Hollendingum. Af þeim sökum reiknar IHS Global Insight með því að öll matsfyrirtæki muni setja landið í ruslflokk. Þá segir IHS Global Insight að engin hætta sé á því að Bandaríkin verði lækkuð í lánshæfiseinkunn þrátt fyrir að skuldir landsins í hlutfalli við landsframleiðslu muni tvöfaldast. Þessi skuldaaukning dugi ekki einu sinni til að breyta horfum í neikvæðar hvað þá lækka lánshæfið. Þá telur IHS Global Insight að skuldavandræði Dubai séu ofmetin. Hið olíuauðuga nágrannaríki Abu Dhabi muni halda áfram stuðningi sínum við Dubai. IHS Global Insight telur svo að Pólland verði stjarnan í austur Evrópu á árinu. Póllandi hafi ekki lent í kreppunni og þar sem stjórnvöld standi nú fyrir endurbótum á fjármálastefnu sinni gætu kjörin á skuldum landsins batnað. Mest lesið Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent 24 ára milljónamæringur: Með eitt par af hnífapörum, einn disk og örbylgjuofn Atvinnulíf Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Greiningarfyrirtækið IHS Global Insight segir að engin hætta sé á þjóðargjaldþroti Grikkja, né annara evruþjóða á þessu ári. Hinsvegar á fyrirtækið von á að öll önnur matsfyrirtæki fylgi fordæmi Fitch Ratings og setji lánshæfiseinkunn Íslands í ruslflokk. Þetta kemur fram í frétt á CNBC sjónvarpsstöðinni. Samkvæmt IHS Global Insight muni þrýtingur frá öðrum evruþjóðum valda því að Grikkir muni endurskoða fjárhagsstöðu sína sama hve sársaukafullt það verði fyrir fjárfesta. „Ísland er rusl (junk)" , segir í fréttinni þar sem forseti Íslands hafni því að greiða þá milljarða sem landið skuldi Bretum og Hollendingum. Af þeim sökum reiknar IHS Global Insight með því að öll matsfyrirtæki muni setja landið í ruslflokk. Þá segir IHS Global Insight að engin hætta sé á því að Bandaríkin verði lækkuð í lánshæfiseinkunn þrátt fyrir að skuldir landsins í hlutfalli við landsframleiðslu muni tvöfaldast. Þessi skuldaaukning dugi ekki einu sinni til að breyta horfum í neikvæðar hvað þá lækka lánshæfið. Þá telur IHS Global Insight að skuldavandræði Dubai séu ofmetin. Hið olíuauðuga nágrannaríki Abu Dhabi muni halda áfram stuðningi sínum við Dubai. IHS Global Insight telur svo að Pólland verði stjarnan í austur Evrópu á árinu. Póllandi hafi ekki lent í kreppunni og þar sem stjórnvöld standi nú fyrir endurbótum á fjármálastefnu sinni gætu kjörin á skuldum landsins batnað.
Mest lesið Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent 24 ára milljónamæringur: Með eitt par af hnífapörum, einn disk og örbylgjuofn Atvinnulíf Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira