Fyrrum klámkóngar stjórna nú West Ham liðinu 20. janúar 2010 08:54 Viðskiptafélagarnir David Sullivan og David Gold sem nú hafa tekið við rekstri West Ham eiga fleira sameiginlegt en áhuga á fótbolta. Báðir hófu þeir feril sinn í klámiðnaðinum og þar myndaðist grundvöllurinn að auði þeirra síðar meir. David Sullivan var 21 árs gamall þegar hann hóf að gefa út klámblöð og framleiða klámmyndir. Á miðjum áttunda áratugnum náði hann þeim árangri að stjórna helmingnum af allri klámblaðaútgáfu á Bretlandseyjum. Samhliða blaðaútgáfunni komu svo klámmyndirnar en þær gerði hann fram til ársins 1981. Meðal þeirra má nefna The Playbirds og Queen of the Blues en aðalhlutverkið í þeirri mynd var í höndum þáverandi kærustu hans Mary Millington. Eftir að Mary framdi sjálfsmorð árið 1979 gerði Sullivan myndina Mary Millington´s True Blue Confessions. Síðasta klámmyndin sem Sullivan gerði var Emmanuelle in Soho árið 1981. David Gold átti klámtímaritaútgáfuna Gold Star allt fram til ársins 2006. Hann notaði hagnaðinn af þeirri starfsemi m.a. til kaupa á verslunarkeðjunni Ann Summers og nærfatakeðjunni Knickerbox. Árið 2005 kom út æfisaga hans, Pure Gold, þar sem hann ræðir um fátækt sína í æsku, ferill sinn sem framleiðandi á klámefni og árin sem hann átti fótboltaliðið Birmingham ásamt Sullivan. Upplýsingarnar um feril Sullivan og Gold eru m.a. byggðar á Wikipedia. Mest lesið Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent 24 ára milljónamæringur: Með eitt par af hnífapörum, einn disk og örbylgjuofn Atvinnulíf Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Viðskiptafélagarnir David Sullivan og David Gold sem nú hafa tekið við rekstri West Ham eiga fleira sameiginlegt en áhuga á fótbolta. Báðir hófu þeir feril sinn í klámiðnaðinum og þar myndaðist grundvöllurinn að auði þeirra síðar meir. David Sullivan var 21 árs gamall þegar hann hóf að gefa út klámblöð og framleiða klámmyndir. Á miðjum áttunda áratugnum náði hann þeim árangri að stjórna helmingnum af allri klámblaðaútgáfu á Bretlandseyjum. Samhliða blaðaútgáfunni komu svo klámmyndirnar en þær gerði hann fram til ársins 1981. Meðal þeirra má nefna The Playbirds og Queen of the Blues en aðalhlutverkið í þeirri mynd var í höndum þáverandi kærustu hans Mary Millington. Eftir að Mary framdi sjálfsmorð árið 1979 gerði Sullivan myndina Mary Millington´s True Blue Confessions. Síðasta klámmyndin sem Sullivan gerði var Emmanuelle in Soho árið 1981. David Gold átti klámtímaritaútgáfuna Gold Star allt fram til ársins 2006. Hann notaði hagnaðinn af þeirri starfsemi m.a. til kaupa á verslunarkeðjunni Ann Summers og nærfatakeðjunni Knickerbox. Árið 2005 kom út æfisaga hans, Pure Gold, þar sem hann ræðir um fátækt sína í æsku, ferill sinn sem framleiðandi á klámefni og árin sem hann átti fótboltaliðið Birmingham ásamt Sullivan. Upplýsingarnar um feril Sullivan og Gold eru m.a. byggðar á Wikipedia.
Mest lesið Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent 24 ára milljónamæringur: Með eitt par af hnífapörum, einn disk og örbylgjuofn Atvinnulíf Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira