Sjælsö Gruppen selur eignir fyrir 3,9 milljarða 15. febrúar 2010 15:36 Sjælsö Gruppen, stærsta fasteignafélag Danmerkur, hefur selt tvær af eignum sínum fyrir samtals 165 milljónir danskra kr. eða um 3,9 milljarða kr. Samkvæmt tilkynningu frá félaginu er annarsvegar um eign í Ballerup að ræða. Hún var seld til Dansk Ejendomsfond I fyrir 75 milljónir danskra kr. Hinsvegar var um 49 leiguíbúðir á Örestad svæðinu að ræða en þær voru seldar Lejerbo fyrir 90 milljónir danskra kr. Eins og áður hefur komið fram í fréttum hér á síðunni er FIH bankinn orðinn einn af stærstu eigendum Sjælsö Gruppen. Eftir hlutafjáraukningu fyrr í vetur hjá Sjælsö á FIH bankinn 17% í félaginu en stærsti hluthafinn er SG Nord Holding með 25% hlut. FIH bankinn er sem kunnugt er í eigu Kaupþings en Seðlabankinn á allsherjarveð í honum fyrir 500 milljón evra neyðarláni sem Seðlabankinn veitti Kaupþingi á lokadögum þess banka í hruninu í haust 2008. SG Nord er svo aftur að hluta til, eða 30%, í eigu Cube Properties sem er skráð til heimilis á Kýpur. Cube Properties hét áður Novator Properties og var að 69% í eigu þeirra feðga Björgólfs Guðmundssonar og Björgólfs Thor Björgólfssonar gegnum félagið Samson Holdings. Þrotabú Samson Holding á nú um 60% af hlutunum í Cube Properties. Kröfuhafar Samson séu svo aftur íslenskir og þýskir bankar ásamt lífeyrisjóðum. Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Sjælsö Gruppen, stærsta fasteignafélag Danmerkur, hefur selt tvær af eignum sínum fyrir samtals 165 milljónir danskra kr. eða um 3,9 milljarða kr. Samkvæmt tilkynningu frá félaginu er annarsvegar um eign í Ballerup að ræða. Hún var seld til Dansk Ejendomsfond I fyrir 75 milljónir danskra kr. Hinsvegar var um 49 leiguíbúðir á Örestad svæðinu að ræða en þær voru seldar Lejerbo fyrir 90 milljónir danskra kr. Eins og áður hefur komið fram í fréttum hér á síðunni er FIH bankinn orðinn einn af stærstu eigendum Sjælsö Gruppen. Eftir hlutafjáraukningu fyrr í vetur hjá Sjælsö á FIH bankinn 17% í félaginu en stærsti hluthafinn er SG Nord Holding með 25% hlut. FIH bankinn er sem kunnugt er í eigu Kaupþings en Seðlabankinn á allsherjarveð í honum fyrir 500 milljón evra neyðarláni sem Seðlabankinn veitti Kaupþingi á lokadögum þess banka í hruninu í haust 2008. SG Nord er svo aftur að hluta til, eða 30%, í eigu Cube Properties sem er skráð til heimilis á Kýpur. Cube Properties hét áður Novator Properties og var að 69% í eigu þeirra feðga Björgólfs Guðmundssonar og Björgólfs Thor Björgólfssonar gegnum félagið Samson Holdings. Þrotabú Samson Holding á nú um 60% af hlutunum í Cube Properties. Kröfuhafar Samson séu svo aftur íslenskir og þýskir bankar ásamt lífeyrisjóðum.
Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira