Hlín: Margt jákvætt í leiknum sem við tökum með okkur út Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. september 2010 19:15 Hlín Gunnlaugsdóttir, fyrirliði Breiðabliks. Breiðablikskonur töpuðu 0-3 á heimavelli í fyrri leik sínum við franska liðið Juvisy Essonne á Kópavogsvellinum í dag. Breiðabliksliðið varðist lengstum vel í leiknum en fékk á sig tvö mörk á síðustu 18 mínútum leiksins. „Þetta var erfiður leikur því við vorum að spila við hörkulið en mér fannst við eiga fullt erindi í leikinn í fyrri hálfleiknum. Við hefðum getað skorað ef hlutirnir hefðu fallið betur með okkur en við vorum alltof oft rangstæðar og fengum síðan gott skotfæri eftir horn. Þær skora síðan markið úr aukaspyrnu og við áttum annars í fullu tré við þær," sagði Hlín Gunnlaugsdóttir, fyrirliði Breiðabliks eftir leikinn. „Við vorum að gera það sem þjálfarinn lagði upp með að vera þéttar, berjast og valda hverja aðra. Í seinni hálfleiknum losnaði of mikið á milli öftustu varnarlínunnar og sóknarlínunnar," sagði Hlín. „Annað markið þeirra kom síðan á leiðinlegum tíma. Við vorum að koma úr færi og þær skora úr skyndisókn með skoti af löngu færi. Það var mjög óheppilegt fyrir okkur en Birna var annars búin að standa sig vel í markinu. Þetta var því svekkjandi," sagði Hlín sem viðurkenndi að það hafði vissulega áhrif á liðið að ganga í gegnum miklar breytingar á síðustu vikum. „Það eru að koma inn mjög ungar stelpur í liðið og við erum búnar að missa fjóra mjög mikilvæga leikmenn. Það eru tvær bandarískar stelpur, markmaðurinn og einn varnarmaður og svo fóru Sandra Sig og Greta Mjöll út í skóla. Þær eru allar með mikla reynslu og það koma reynsluminni leikmenn inn sem voru að standa sig samt sem áður," sagði Hlín. Seinni leikurinn fer fram í Frakklandi eftir þrjár vikur og möguleikarnir eru ekki miklir eftir þetta tap. „Við ætlum að fara þarna út, njóta þess að spila og reyna að hafa gaman. Við stefnum bara á það að vinna þann leik, skora á þær, halda markinu okkar hreinu og halda uppi stoltinu. Það var margt jákvætt í leiknum sem við tökum með okkur út," sagði Hlín að lokum. Íslenski boltinn Mest lesið Í beinni: Lech Poznan - Breiðablik | Blikarnir í gini ljónsins Fótbolti Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Enski boltinn Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti Fleiri fréttir KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki Sjá meira
Breiðablikskonur töpuðu 0-3 á heimavelli í fyrri leik sínum við franska liðið Juvisy Essonne á Kópavogsvellinum í dag. Breiðabliksliðið varðist lengstum vel í leiknum en fékk á sig tvö mörk á síðustu 18 mínútum leiksins. „Þetta var erfiður leikur því við vorum að spila við hörkulið en mér fannst við eiga fullt erindi í leikinn í fyrri hálfleiknum. Við hefðum getað skorað ef hlutirnir hefðu fallið betur með okkur en við vorum alltof oft rangstæðar og fengum síðan gott skotfæri eftir horn. Þær skora síðan markið úr aukaspyrnu og við áttum annars í fullu tré við þær," sagði Hlín Gunnlaugsdóttir, fyrirliði Breiðabliks eftir leikinn. „Við vorum að gera það sem þjálfarinn lagði upp með að vera þéttar, berjast og valda hverja aðra. Í seinni hálfleiknum losnaði of mikið á milli öftustu varnarlínunnar og sóknarlínunnar," sagði Hlín. „Annað markið þeirra kom síðan á leiðinlegum tíma. Við vorum að koma úr færi og þær skora úr skyndisókn með skoti af löngu færi. Það var mjög óheppilegt fyrir okkur en Birna var annars búin að standa sig vel í markinu. Þetta var því svekkjandi," sagði Hlín sem viðurkenndi að það hafði vissulega áhrif á liðið að ganga í gegnum miklar breytingar á síðustu vikum. „Það eru að koma inn mjög ungar stelpur í liðið og við erum búnar að missa fjóra mjög mikilvæga leikmenn. Það eru tvær bandarískar stelpur, markmaðurinn og einn varnarmaður og svo fóru Sandra Sig og Greta Mjöll út í skóla. Þær eru allar með mikla reynslu og það koma reynsluminni leikmenn inn sem voru að standa sig samt sem áður," sagði Hlín. Seinni leikurinn fer fram í Frakklandi eftir þrjár vikur og möguleikarnir eru ekki miklir eftir þetta tap. „Við ætlum að fara þarna út, njóta þess að spila og reyna að hafa gaman. Við stefnum bara á það að vinna þann leik, skora á þær, halda markinu okkar hreinu og halda uppi stoltinu. Það var margt jákvætt í leiknum sem við tökum með okkur út," sagði Hlín að lokum.
Íslenski boltinn Mest lesið Í beinni: Lech Poznan - Breiðablik | Blikarnir í gini ljónsins Fótbolti Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Enski boltinn Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti Fleiri fréttir KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki Sjá meira