Samkvæmt frétt á Bloomberg fréttaveitunni koma þessar ákvarðanir ekki á óvart. Allir sérfræðingar sem Bloomberg ræddi við fyrir ákvörðun ECB og Englandsbanka bjuggust við óbreyttum vöxtum.
Óbreyttir stýrivextir hjá ECB og Englandsbanka

Bæði Seðlabanki Evrópu (ECB) og Englandsbanki héldu stýrivöxtum sínum óbreyttum í dag. Vextir ECB verða því áfram 1% og vextir Englandsbanka haldast áfram í hinu sögulega lágmarki 0,5%.