Raunar eru svokallaðir netmilljarðamæringar áberandi á þessum lista Forbes sem einkum tekur mið af hagnaði af hlutabréfaeign og öðrum fjármálagerningum. Bent er á að Nasdaq vísitalan hækkaði um 40% á síðasta ári sem er 19% meir en Standard & Poors 500 vísitalan hækkaði.
Efstur á lista Forbes er Larry Page (sjá mynd), stofnandi og eigandi Google sem hagnaðist um 8,4 milljarða dollara eða vel yfir 1.000 milljarða kr. á árinu. Næstur á listanum er félagi hans Sergey Brin, serm stofnaði Google með Page en hagnaður Brin nam 8,2 milljörðum kr.
Í þriðja sætinu er svo Larry Ellison eigandi Oracle og NetSuite en hagnaður hans nam 7,9 milljörðum á síðasta ári.