Enski boltinn

Guardiola: Rétt hjá Arsenal að hafna tilboði Barcelona í Fabregas

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Pep Guardiola, þjálfari Barcelona.
Pep Guardiola, þjálfari Barcelona. Mynd/AFP
Pep Guardiola, þjálfari Barcelona, hefur nú eftir allt sem á undan er gengið, látið það frá sér að það hafi verið rétt hjá Arsenal að neita tilboði Barcelona í fyrirliða sinn Cesc Fabregas.

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, hefur alltaf sagt að Cesc Fabregas sé ekki til sölu og Arsenal hefur þegar hafnað tveimur tilboðum Barca í kappann - tilboðum upp á allt að 30 milljónum punda.

„Ég skil Arsenal og ég skil Wenger. Ég hefði ekki heldur látið hann fara," sagði Pep Guardiola í viðtölum við blaðamenn eftir 3-0 sigur Barcelona á Beijing Guoan í æfingaleik.

„Ég vona bara að Cesc haldi áfram að njóta þess að spila í jafn sérstakri og krefjandi deild eins og enska úrvalsdeildin er," sagði Guardiola.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×