Century Aluminium fær meðbyr til að endurræsa álver 15. mars 2010 08:22 Frumvarp sem samþykkt var á þingi Vestur Virginíu í Bandaríkjunum gefur stjórn Century Aluminium, móðurfélagi Norðuráls, von um að geta endurræst álver sitt í ríkinu en því var lokað í febrúar í fyrra. Samkvæmt frétt á vefsíðunni Metalsplace var frumvarpið samþykkt samhljóða á þinginu en samkvæmt því er félögum í orkufrekum iðnaði gert kleyft að tengja greiðslur sínar fyrir orku við afurðaverð á heimsmarkaði. Þetta er svipað fyrirkomulag og gildir hér á landi, það er raforkuverð álfyrirtækja er bundið heimsmarkaðsverði á áli. Þegar Century Aluminium lokaði í Vestur Virginíu í fyrra misstu um 600 manns vinnu sína. Þar að auki hafði félagið greitt um 100 milljónir dollara, eða um 12,6 milljarða kr., á ári í orkukaup. Ein höfuðástæðan fyrir því að álverinu var lokað var hár orkukostnaður. Mike Didine talsmaður Century Aluminium segir að fyrrgreint frumvarp sé stórt skref í áttina að því að hægt sér að endurræsa álverið. Hinsvegar þurfi þrennt að gerast í viðbót. Century þurfi að fá langtíma orkusamning með samkeppnishæfu orkuverði, nýjan samning við verkalýðsfélög og væntingar um að verð á áli haldist það hátt að rekstur álversins borgi sig. Eins og kunnugt er af fréttum er Norðurál að reisa nýtt álver í Helguvík og reiknar með að framkvæmdir við það hefjist að fullu að nýju í sumar. Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Frumvarp sem samþykkt var á þingi Vestur Virginíu í Bandaríkjunum gefur stjórn Century Aluminium, móðurfélagi Norðuráls, von um að geta endurræst álver sitt í ríkinu en því var lokað í febrúar í fyrra. Samkvæmt frétt á vefsíðunni Metalsplace var frumvarpið samþykkt samhljóða á þinginu en samkvæmt því er félögum í orkufrekum iðnaði gert kleyft að tengja greiðslur sínar fyrir orku við afurðaverð á heimsmarkaði. Þetta er svipað fyrirkomulag og gildir hér á landi, það er raforkuverð álfyrirtækja er bundið heimsmarkaðsverði á áli. Þegar Century Aluminium lokaði í Vestur Virginíu í fyrra misstu um 600 manns vinnu sína. Þar að auki hafði félagið greitt um 100 milljónir dollara, eða um 12,6 milljarða kr., á ári í orkukaup. Ein höfuðástæðan fyrir því að álverinu var lokað var hár orkukostnaður. Mike Didine talsmaður Century Aluminium segir að fyrrgreint frumvarp sé stórt skref í áttina að því að hægt sér að endurræsa álverið. Hinsvegar þurfi þrennt að gerast í viðbót. Century þurfi að fá langtíma orkusamning með samkeppnishæfu orkuverði, nýjan samning við verkalýðsfélög og væntingar um að verð á áli haldist það hátt að rekstur álversins borgi sig. Eins og kunnugt er af fréttum er Norðurál að reisa nýtt álver í Helguvík og reiknar með að framkvæmdir við það hefjist að fullu að nýju í sumar.
Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira