Horner ver ákeyrslu Vettels á meistarann Button 30. ágúst 2010 11:04 Sebastian Vettel fékk engin stig á Spa brautinni í gær. Mynd: Getty Images Christian Horner, framkvæmdarstjóri Red Bull kom Sebastian Vettel til varnar, en Vettel keyrði meistarann Jenson Button út úr keppninni á Spa brautinni í gær. Reyndi framúrakstur, en bíll hans snerist í bleytunni og lenti inn í hliðinni á McLaren Buttons. "Ég efast ekkert um hæfileika Vettlels. Þetta bara gekk ekki upp hjá honum að þessu sinni. Hann þarf að vera rólegur og einbeittur, en þetta mun falla með honum einn daginn. Hann þurfti að taka augnabliks ákvörðun og hann gerði ein mistök í kapphlaupinu við Jenson", sagði Horner í frétt á autosport.com. "Jenson bremsaði fyrr en Vettel átti von á og þegar hann reyndi að forðast hann, þá snerist bíllinn og skall á Jenson. Aðstæður voru erfiðar. Vettel er frábær ökumaður og ungur að árum og það er auðvelt að gagnrýna óreynda menn, en hann lærir á þessu." Horner segir Vettel þroskaðan einstakling og að hann skoði í kjölinn hvað gerist og mæti tvíelfdur í slaginn í næsta mót. Horner segist ekki afskrifa titilmöguleika Vettels, þrátt fyrir óhappið í gær. "Hlutirnir geta breyst hratt og Mark (Webber) hefur unnið fleiri mót en nokkur annar ökumaður og hefur ekið afar vel og er í sínu besta formi. Þetta lítur vel út hjá honum, en þetta getur breyst hratt og það væri ekki gáfulegt að afskrifa Sebastian eins og staðan er", sagði Horner. Staðan í stigamótinu 1 Lewis Hamilton 182 2 Mark Webber 179 3 Sebastian Vettel 151 4 Jenson Button 147 5 Fernando Alonso 141 6 Felipe Massa 109 7 Robert Kubica 104 8 Nico Rosberg 102 Mest lesið Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Enski boltinn „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Fleiri fréttir Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Christian Horner, framkvæmdarstjóri Red Bull kom Sebastian Vettel til varnar, en Vettel keyrði meistarann Jenson Button út úr keppninni á Spa brautinni í gær. Reyndi framúrakstur, en bíll hans snerist í bleytunni og lenti inn í hliðinni á McLaren Buttons. "Ég efast ekkert um hæfileika Vettlels. Þetta bara gekk ekki upp hjá honum að þessu sinni. Hann þarf að vera rólegur og einbeittur, en þetta mun falla með honum einn daginn. Hann þurfti að taka augnabliks ákvörðun og hann gerði ein mistök í kapphlaupinu við Jenson", sagði Horner í frétt á autosport.com. "Jenson bremsaði fyrr en Vettel átti von á og þegar hann reyndi að forðast hann, þá snerist bíllinn og skall á Jenson. Aðstæður voru erfiðar. Vettel er frábær ökumaður og ungur að árum og það er auðvelt að gagnrýna óreynda menn, en hann lærir á þessu." Horner segir Vettel þroskaðan einstakling og að hann skoði í kjölinn hvað gerist og mæti tvíelfdur í slaginn í næsta mót. Horner segist ekki afskrifa titilmöguleika Vettels, þrátt fyrir óhappið í gær. "Hlutirnir geta breyst hratt og Mark (Webber) hefur unnið fleiri mót en nokkur annar ökumaður og hefur ekið afar vel og er í sínu besta formi. Þetta lítur vel út hjá honum, en þetta getur breyst hratt og það væri ekki gáfulegt að afskrifa Sebastian eins og staðan er", sagði Horner. Staðan í stigamótinu 1 Lewis Hamilton 182 2 Mark Webber 179 3 Sebastian Vettel 151 4 Jenson Button 147 5 Fernando Alonso 141 6 Felipe Massa 109 7 Robert Kubica 104 8 Nico Rosberg 102
Mest lesið Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Enski boltinn „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Fleiri fréttir Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira