Vegna umræðu um fjármuni sem eftir stóðu við sölu Lánasjóðs landbúnaðarins Guðni Ágústsson skrifar 7. desember 2010 15:16 Þegar sala Lánasjóðs landbúnaðarins var ákveðin, var Einkavæðingar-nefnd falið að annast undirbúning og framkvæmd útboðs og sölu á eignum og skuldum Lánasjóðsins. Ríkisstjórnin ákvað með samþykki Alþingis í fjárlögum að verja andvirði sölunnar til að styrkja Lífeyrissjóð bænda. Landsbankinn skilaði inn hæsta tilboðinu uppá 2,6 milljarða og greiddi Landsbankinn þá upphæð inní Lífeyrissjóð bænda. Frá þessu er gengið 4. okt. 2005 þar með yfirtók Landsbankinn tilgreindar eignir og skuldir LL. Í samningnum kemur fram að yfirteknar eignir voru útlán í formi skuldabréfa og kröfur samkvæmt hlutdeildarskírteinum í innlendum fjárfestingarsjóðum. Jafnframt var tekið fram að, aðrar eignir Lánasjóðs landbúnaðarins fylgdu ekki með í kaupunum. Á grundvelli þessarar yfirlýsingar um aðrar eignir gaf Ríkisstjórnin undirrituðum sem Landbúnaðarráðherra, heimild til að styrkja byggingu reiðhalla reiðskemma og reiðskála í samráði við Hestamannafélög innan Landssambands hestamanna víðsvegar um landið. Á fjáraukalögum fyrir árið 2006 var farið fram á 330 milljónir króna til að styrkja slíkar byggingar, þessi tillaga var samþykkt á Alþingi. Þar kom fram að framlagið yrði fjármagnað með fjármunum sem stóðu eftir við sölu og niðurlagningu Lánasjóðs landbúnaðarins en voru ekki hluti af söluandvirði sjóðsins. Í framhaldinu var rætt við mig sem Landbúnaðar-ráðherra um að upphæðin í peningum sem til ráðstöfunar var, væri 214 milljónir auk eigna í þremur jörðum sem enn væri óvíst hverju skiluðu í sölu. Í framhaldinu var tekin ákvörðun um að ávaxta þessa fjármuni í bankavíxlum hjá Kaupþingsbanka hf . Sem á þeim tíma var talin mjög örugg fjárfesting og ávöxtunarleið. Reiðhallarstyrkirnir hafa verið greiddir út úr fjárlögum eftir gangi mála við byggingu þeirra og eru þær flestar komnar upp eða á lokastigi. Við fall bankanna og Kaupþingsbanka haustið 2008 breyttist hin peningalega eign sem stóð á bakvið ákvörðun Ríkisendurskoðunnar um fjármögnun reiðhallanna í almenna kröfu í þrotabúi Kaupþingsbankans. Með kröfulýsingu var gerð krafa um að umræddir fjármunir yrðu greiddir Sjávarútvegs- og landbúnaðar-ráðuneytinu f.h. Lánasjóðs landbúnaðarins sem almenn krafa. Nú liggur fyrir að umrædd krafa hefur fengist með bréfi 29. okt 2010 samþykkt úr þrotabúi Kaupþingsbanka sem almenn krafa. Ekki liggur enn fyrir hversu mikið fæst uppí kröfuna, vonandi sem mest. Ég lauk störfum sem Landbúnaðarráðherra í maí 2007 þá var þessi sjóður í góðri ávöxtun og enginn, ekki Ríkisendurskoðun né Fjármálaráðuneytið höfðu gert athugasemdir við ávöxtun þessara peninga sem urðu grundvöllur þess að 28 reiðhallir íþróttahús hestamanna eru nú risin eða að rísa um allt land. Ég átti gott samstarf við Ríkisendurskoðun í minni ráðherratíð og fór gjarnan að þeirra tillögum og leitaði til stofnunarinnar oft í málum sem voru erfið viðfangs. Ég geri enga athugasemd við umfjöllun Ríkis-endurskoðunar af þessu tilefni. Reykjavík 7. des. 2010 Guðni Ágústsson fyrrv. Landbúnaðarráðherra Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðni Ágústsson Mest lesið Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Skoðun Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar sala Lánasjóðs landbúnaðarins var ákveðin, var Einkavæðingar-nefnd falið að annast undirbúning og framkvæmd útboðs og sölu á eignum og skuldum Lánasjóðsins. Ríkisstjórnin ákvað með samþykki Alþingis í fjárlögum að verja andvirði sölunnar til að styrkja Lífeyrissjóð bænda. Landsbankinn skilaði inn hæsta tilboðinu uppá 2,6 milljarða og greiddi Landsbankinn þá upphæð inní Lífeyrissjóð bænda. Frá þessu er gengið 4. okt. 2005 þar með yfirtók Landsbankinn tilgreindar eignir og skuldir LL. Í samningnum kemur fram að yfirteknar eignir voru útlán í formi skuldabréfa og kröfur samkvæmt hlutdeildarskírteinum í innlendum fjárfestingarsjóðum. Jafnframt var tekið fram að, aðrar eignir Lánasjóðs landbúnaðarins fylgdu ekki með í kaupunum. Á grundvelli þessarar yfirlýsingar um aðrar eignir gaf Ríkisstjórnin undirrituðum sem Landbúnaðarráðherra, heimild til að styrkja byggingu reiðhalla reiðskemma og reiðskála í samráði við Hestamannafélög innan Landssambands hestamanna víðsvegar um landið. Á fjáraukalögum fyrir árið 2006 var farið fram á 330 milljónir króna til að styrkja slíkar byggingar, þessi tillaga var samþykkt á Alþingi. Þar kom fram að framlagið yrði fjármagnað með fjármunum sem stóðu eftir við sölu og niðurlagningu Lánasjóðs landbúnaðarins en voru ekki hluti af söluandvirði sjóðsins. Í framhaldinu var rætt við mig sem Landbúnaðar-ráðherra um að upphæðin í peningum sem til ráðstöfunar var, væri 214 milljónir auk eigna í þremur jörðum sem enn væri óvíst hverju skiluðu í sölu. Í framhaldinu var tekin ákvörðun um að ávaxta þessa fjármuni í bankavíxlum hjá Kaupþingsbanka hf . Sem á þeim tíma var talin mjög örugg fjárfesting og ávöxtunarleið. Reiðhallarstyrkirnir hafa verið greiddir út úr fjárlögum eftir gangi mála við byggingu þeirra og eru þær flestar komnar upp eða á lokastigi. Við fall bankanna og Kaupþingsbanka haustið 2008 breyttist hin peningalega eign sem stóð á bakvið ákvörðun Ríkisendurskoðunnar um fjármögnun reiðhallanna í almenna kröfu í þrotabúi Kaupþingsbankans. Með kröfulýsingu var gerð krafa um að umræddir fjármunir yrðu greiddir Sjávarútvegs- og landbúnaðar-ráðuneytinu f.h. Lánasjóðs landbúnaðarins sem almenn krafa. Nú liggur fyrir að umrædd krafa hefur fengist með bréfi 29. okt 2010 samþykkt úr þrotabúi Kaupþingsbanka sem almenn krafa. Ekki liggur enn fyrir hversu mikið fæst uppí kröfuna, vonandi sem mest. Ég lauk störfum sem Landbúnaðarráðherra í maí 2007 þá var þessi sjóður í góðri ávöxtun og enginn, ekki Ríkisendurskoðun né Fjármálaráðuneytið höfðu gert athugasemdir við ávöxtun þessara peninga sem urðu grundvöllur þess að 28 reiðhallir íþróttahús hestamanna eru nú risin eða að rísa um allt land. Ég átti gott samstarf við Ríkisendurskoðun í minni ráðherratíð og fór gjarnan að þeirra tillögum og leitaði til stofnunarinnar oft í málum sem voru erfið viðfangs. Ég geri enga athugasemd við umfjöllun Ríkis-endurskoðunar af þessu tilefni. Reykjavík 7. des. 2010 Guðni Ágústsson fyrrv. Landbúnaðarráðherra
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar