Wikileaks lokað tímabundið vegna fjárhagsvanda Jón Hákon Halldórsson skrifar 2. janúar 2010 13:40 Stjórnendur Wikileaks vefjarins heyja harða baráttu þessa dagana til þess að halda vefnum gangandi áfram. Þeir hafa því ákveðið að birta ekki neinar færslur á vefnum til 6. janúar næstkomandi. Eftir því sem fram kemur á forsíðu vefsins munu þeir einbeita sér að því næstu dagana að fjármagna rekstur vefjarins. Í skilaboðum til lesenda sinna segja stjórnendur vefjarins að með stuðningi almennings hafi þeir uppljóstrað fjöldamörg mál . Á þeim tíma sem vefurinn hafi starfað hafi þeir þurft að fást við 100 hótanir um málsóknir. Vefurinn hafi unnið ýmis verðlaun fyrir starfsemi sína. Hins vegar þurfi vefurinn að standa skil á ýmsum reikningum sem hverfi ekki að sjálfu sér. Vefurinn geti ekki fjármagnað sig með opinberum styrkjum. Því þurfi vefurinn á stuðningi almennings að halda. Mest lesið Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent 24 ára milljónamæringur: Með eitt par af hnífapörum, einn disk og örbylgjuofn Atvinnulíf Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Stjórnendur Wikileaks vefjarins heyja harða baráttu þessa dagana til þess að halda vefnum gangandi áfram. Þeir hafa því ákveðið að birta ekki neinar færslur á vefnum til 6. janúar næstkomandi. Eftir því sem fram kemur á forsíðu vefsins munu þeir einbeita sér að því næstu dagana að fjármagna rekstur vefjarins. Í skilaboðum til lesenda sinna segja stjórnendur vefjarins að með stuðningi almennings hafi þeir uppljóstrað fjöldamörg mál . Á þeim tíma sem vefurinn hafi starfað hafi þeir þurft að fást við 100 hótanir um málsóknir. Vefurinn hafi unnið ýmis verðlaun fyrir starfsemi sína. Hins vegar þurfi vefurinn að standa skil á ýmsum reikningum sem hverfi ekki að sjálfu sér. Vefurinn geti ekki fjármagnað sig með opinberum styrkjum. Því þurfi vefurinn á stuðningi almennings að halda.
Mest lesið Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent 24 ára milljónamæringur: Með eitt par af hnífapörum, einn disk og örbylgjuofn Atvinnulíf Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira