Bloomberg: Ísland á ekki að borga Icesaveskuld 2. mars 2010 08:54 Matthew Lynn dálkahöfundur á Bloomberg fréttaveitunni segir að Íslendingar eigi ekki að borga Icesaveskuldina. Í ítarlegri grein fjallar Lynn um fjórar ástæður fyrir þessari skoðun sinni.Lynn hvetur Íslendinga til þess að senda heiminum skilaboð í þjóðaratkvæðagreiðslunni á laugardaginn kemur. Þau eru: „Getum ekki borgað, munum ekki borga svo þið getið hoppað í hafið (so go take a hike).Lynn segir að það sé engin ástæða til þess að Íslendingar greiði Icesaveskuldin, þvert á móti séu gildar ástæður fyrir því að gera slíkt ekki.Í fyrsta lagi stofnaði almenningur á Íslandi ekki til þessarar skuldar. Það voru nokkrir villtir bankamenn sem tóku brjálaða og óábyrga áhættu. Enginn fékk tækifæri til að kjósa um hvort íslensku bankarnir ættu að blása út um allan heim.Í öðru lagi liggur sökin jafn mikið hjá Bretum og Hollendingum. Þeir leyfðu íslensku bönkunum að starfa í löndum sínum. Þeir tóku síðan ákvörðun um að borga innistæðueigendum. Ef stjórnvöld í Bretlandi og Hollandi eru ábyrg að hluta til eiga þau að bera hluta af kostnaðinum.Í þriðja lagi liggur sökin hjá innistæðueigendunum sjálfum eins og hverjum öðrum. Þeir settu fé sitt í íslensku bankanna sem borguðu hærri vexti en nokkrir aðrir. Og samt þarftu aðeins greindarvísitölu upp á 10 til að vita að hærri ávinningur þýðir meiri áhætta. „Það var heimskuleg ákvörðun þeirrra að setja fé sitt inn í þessa banka og það er engin ástæða til að vernda þá fyrir afleiðingum þessarar slæmu dómgreindar," segir Lynn.Í fjórða lagi er skuldabyrðin of íþyngjandi fyrir Íslendinga. Hún mun sliga þjóðina í heila kynslóð. Ísland þarf að endurbyggja sig eftir hrunið og þarf á öllu sínu fé að halda til að slíkt takist.Í lok segir Lynn svo að Íslendingar ættu að senda frá sér þau skýru skilaboð að þeir sköpuðu ekki þetta vandamál og það er ástæðulaust að almenningur borgi fyrir það. Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Matthew Lynn dálkahöfundur á Bloomberg fréttaveitunni segir að Íslendingar eigi ekki að borga Icesaveskuldina. Í ítarlegri grein fjallar Lynn um fjórar ástæður fyrir þessari skoðun sinni.Lynn hvetur Íslendinga til þess að senda heiminum skilaboð í þjóðaratkvæðagreiðslunni á laugardaginn kemur. Þau eru: „Getum ekki borgað, munum ekki borga svo þið getið hoppað í hafið (so go take a hike).Lynn segir að það sé engin ástæða til þess að Íslendingar greiði Icesaveskuldin, þvert á móti séu gildar ástæður fyrir því að gera slíkt ekki.Í fyrsta lagi stofnaði almenningur á Íslandi ekki til þessarar skuldar. Það voru nokkrir villtir bankamenn sem tóku brjálaða og óábyrga áhættu. Enginn fékk tækifæri til að kjósa um hvort íslensku bankarnir ættu að blása út um allan heim.Í öðru lagi liggur sökin jafn mikið hjá Bretum og Hollendingum. Þeir leyfðu íslensku bönkunum að starfa í löndum sínum. Þeir tóku síðan ákvörðun um að borga innistæðueigendum. Ef stjórnvöld í Bretlandi og Hollandi eru ábyrg að hluta til eiga þau að bera hluta af kostnaðinum.Í þriðja lagi liggur sökin hjá innistæðueigendunum sjálfum eins og hverjum öðrum. Þeir settu fé sitt í íslensku bankanna sem borguðu hærri vexti en nokkrir aðrir. Og samt þarftu aðeins greindarvísitölu upp á 10 til að vita að hærri ávinningur þýðir meiri áhætta. „Það var heimskuleg ákvörðun þeirrra að setja fé sitt inn í þessa banka og það er engin ástæða til að vernda þá fyrir afleiðingum þessarar slæmu dómgreindar," segir Lynn.Í fjórða lagi er skuldabyrðin of íþyngjandi fyrir Íslendinga. Hún mun sliga þjóðina í heila kynslóð. Ísland þarf að endurbyggja sig eftir hrunið og þarf á öllu sínu fé að halda til að slíkt takist.Í lok segir Lynn svo að Íslendingar ættu að senda frá sér þau skýru skilaboð að þeir sköpuðu ekki þetta vandamál og það er ástæðulaust að almenningur borgi fyrir það.
Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira