Kanadískt rækjustríð eykur landanir í Reykjavík 5. febrúar 2010 10:45 Stjórnvöld í Kanada eru nú komin í stríð við grænlenska og færeyska rækjusjómenn. Í næstu viku munu stjórnvöld loka höfnum á austurströnd Kanada fyrir rækjuskipum þessara þjóða. Það hefur aftur þær afleiðingar að landanir færeyska rækjuskipa flytjast að hluta til Reykjavíkur.Fjallað er um málið í blaðinu Politiken. Þar kemur fram að Gail Shea sjávarútvegsráðherra Kanada sakar grænlenska og færeyska rækjusjómenn um ofveiði á rækju úti fyrir ströndum landsins. Því verði gripið til framangreindra aðgerða.Í raun hafa Grænlendingar og Færeyingar ákveðið einhliða að taka sér 3.100 tonna rækjukvóta á alþjóðlegu hafsvæði undan ströndum Kanada. Hinsvegar vilja kanadísk stjórnvöld að þessi kvóti verði í mesta lagi 334 tonn. Samningar milli þjóðanna um málið innan Nafo hafa engu skilað.Þótt bæði Grænlendingar og Færeyingar sigla skipum sínum undir dönskum fánum hafa dönsk stjórnvöld hingað til farið með veggjum í málinu. Danir hafa látið það alfarið í hendur Grænlendinga og Færeyinga að semja um kvótann. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem kanadískum höfnum er lokað fyrir skipum þessara þjóða. Hafnirnar voru lokaðar árin 2004 til 2008.Í Politiken segir að hafnarbannið muni ekki hafa nein áhrif á grænlenska rækjuflotann enda stutt fyrir hann í heimahöfn. Færeyingar þurfi hinsvegar að sigla með afla sinn til Reykjavíkur eða jafnvel enn lengra til Þórhafar í Færeyjum.Fram kemur í fréttinni að hafnarbannið komi einna verst við smábæi meðfram strönd Kanada. Ekki aðeins stöðvast landanir þar heldur missa þessir bæir talsverð viðskipti með olíu og vistir fyrir rækjuskipin. Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Stjórnvöld í Kanada eru nú komin í stríð við grænlenska og færeyska rækjusjómenn. Í næstu viku munu stjórnvöld loka höfnum á austurströnd Kanada fyrir rækjuskipum þessara þjóða. Það hefur aftur þær afleiðingar að landanir færeyska rækjuskipa flytjast að hluta til Reykjavíkur.Fjallað er um málið í blaðinu Politiken. Þar kemur fram að Gail Shea sjávarútvegsráðherra Kanada sakar grænlenska og færeyska rækjusjómenn um ofveiði á rækju úti fyrir ströndum landsins. Því verði gripið til framangreindra aðgerða.Í raun hafa Grænlendingar og Færeyingar ákveðið einhliða að taka sér 3.100 tonna rækjukvóta á alþjóðlegu hafsvæði undan ströndum Kanada. Hinsvegar vilja kanadísk stjórnvöld að þessi kvóti verði í mesta lagi 334 tonn. Samningar milli þjóðanna um málið innan Nafo hafa engu skilað.Þótt bæði Grænlendingar og Færeyingar sigla skipum sínum undir dönskum fánum hafa dönsk stjórnvöld hingað til farið með veggjum í málinu. Danir hafa látið það alfarið í hendur Grænlendinga og Færeyinga að semja um kvótann. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem kanadískum höfnum er lokað fyrir skipum þessara þjóða. Hafnirnar voru lokaðar árin 2004 til 2008.Í Politiken segir að hafnarbannið muni ekki hafa nein áhrif á grænlenska rækjuflotann enda stutt fyrir hann í heimahöfn. Færeyingar þurfi hinsvegar að sigla með afla sinn til Reykjavíkur eða jafnvel enn lengra til Þórhafar í Færeyjum.Fram kemur í fréttinni að hafnarbannið komi einna verst við smábæi meðfram strönd Kanada. Ekki aðeins stöðvast landanir þar heldur missa þessir bæir talsverð viðskipti með olíu og vistir fyrir rækjuskipin.
Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira