Þetta kemur fram í frétt í Jyllands Posten undir fyrirsögninni. „Landbúnaðurinn gæti orðið næsta bólan sem brestur". Espersen mun funda um málið í dag með fulltrúum þeirra stjórnmálaflokka sem stóðu á bakvið bankpakke II, aðstoð stjórnvalda við dönsku bankanna. Á fundinum verður skuldavandi landbúnaðarins til umræðu og áhrif hans á rekstur dönsku bankanna.
Í minnisatriðunum kemur fram að þótt dönsku bankarnir ráði við kreppu í landbúnaðinum í augnblikinu sé nauðsynlegt að fjármálaeftirlit landsins fylgist náið með framvindu mála í nokkrum af bönkunum.
Alls eru 1.450 danskar bújarðir í miklum vandræðum vegna mikilla skulda og lítillar framleiðni. Þar af er um 650 svínaframleiðendur að ræða, 650 mjólkurframleiðendur og 150 garðyrkjuframleiðendur.
Fram kemur í fréttinni að margir danskir bændur geti haldið rekstri sínum áfram í krafti sögulega lágra vaxta. Hinsvegar búast allir við að vextir fari hækkandi og að slíkt muni hafa alvarlegar afleiðingar í för með sér fyrir danska landbúnað.