Versnandi tengsl Breta og Íslands valda áhyggjum í Grimsby 7. janúar 2010 08:45 Hinir fornfrægu löndunarstaðir Íslendinga í Grimsby og Hull hafa verulegar áhyggjur af versnandi diplómatískum tengslum Bretlands og Íslands. Fram kemur í frétt um málið á fréttasíðunni FISHupdate að störf um 5.000 manns í þessum bæjarfélögum eru háð fiskinnflutningi frá Íslandi. Fram kemur í umfjöllun vefsíðunnar að fólk í þessum tveimur bæjarfélögum, og nærliggjandi héruðum, þ.e. Humbersvæðinu, man vel eftir síðasta þorskastríði Íslands og Bretlands sem olli miklum truflunum á atvinnulífi fjölda fólks. Telja þeir deiluna nú þá verstu síðan að þorskastríðunum lauk. Þá er rifjað upp að þegar efnahagslíf Íslands hrundi haustið 2008 hafi allir flutningar á fiski frá Íslandi til Humber svæðisins stöðvast. Ástæðan var harkalegar aðgerðir breskra stjórnvalda sem ollu því að öll bankaviðskipti milli landanna lágu niðri. Íbúar Humber svæðisins telja ólíklegt að það gerist aftur að allur fiskútflutningur frá Íslandi til þeirra stöðvist. Er þar einkum litið til þess að persónuleg og viðskiptaleg tengsl fiskiðnaðarins við Íslendinga séu með afbrigðum góð. Óttinn beinist einkum að því að aðgerðir stjórnvalda gætu spillt þessum tengslum. Mest lesið Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Hinir fornfrægu löndunarstaðir Íslendinga í Grimsby og Hull hafa verulegar áhyggjur af versnandi diplómatískum tengslum Bretlands og Íslands. Fram kemur í frétt um málið á fréttasíðunni FISHupdate að störf um 5.000 manns í þessum bæjarfélögum eru háð fiskinnflutningi frá Íslandi. Fram kemur í umfjöllun vefsíðunnar að fólk í þessum tveimur bæjarfélögum, og nærliggjandi héruðum, þ.e. Humbersvæðinu, man vel eftir síðasta þorskastríði Íslands og Bretlands sem olli miklum truflunum á atvinnulífi fjölda fólks. Telja þeir deiluna nú þá verstu síðan að þorskastríðunum lauk. Þá er rifjað upp að þegar efnahagslíf Íslands hrundi haustið 2008 hafi allir flutningar á fiski frá Íslandi til Humber svæðisins stöðvast. Ástæðan var harkalegar aðgerðir breskra stjórnvalda sem ollu því að öll bankaviðskipti milli landanna lágu niðri. Íbúar Humber svæðisins telja ólíklegt að það gerist aftur að allur fiskútflutningur frá Íslandi til þeirra stöðvist. Er þar einkum litið til þess að persónuleg og viðskiptaleg tengsl fiskiðnaðarins við Íslendinga séu með afbrigðum góð. Óttinn beinist einkum að því að aðgerðir stjórnvalda gætu spillt þessum tengslum.
Mest lesið Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira