Sænsk stjórnvöld skamma Nordea fyrir bónusgreiðslur 14. janúar 2010 09:58 Starfsmenn Nordea bankans eiga í vændum bónusgreiðslur upp á samtals um 50 milljarða kr. fyrir síðasta ár ef áform stjórnar bankans ná fram að ganga. Þetta hefur vakið hörð viðbrögð hjá sænskum stjórnvöldum sem telja þessar greiðslur alltof háar og í engu samræmi við rekstur bankans. Fjallað er um málið á busness.dk þar sem vitnað er til vefsíðunnar e24.se. Þar er haft eftir Mats Odell viðskiptaráðherra Svíþjóðar að hann líti á Nordea eins og aðra banka. Þessar bónusgreiðslur séu gríðarlega háar í samanburði við stöðuna almennt í þjóðfélaginu. „Þetta er ímyndarvandamál fyrir Nordea," segir Odell. Þess má geta að sænsk stjórnvöld hafa töluvert að segja um stjórn Nordea enda er sænska ríkið stærsti eigandi bankans með um 20% eignarhlut. Þar að auki veittu sænsk stjórnvöld bankanum stuðning í miðri fjármálakreppunni á síðasta ári. Fari svo að Nordea hafi sitt fram og þessi bónus verður greiddur til starfsmanna er um að ræða stærstu bónusgreiðslur í sögu bankans. Greinendur hafa reiknað upphæðin út frá væntingum um hagnað Nordea á fjórða ársfjórðungi síðasta árs en hann er talinn nema hátt í 80 milljörðum kr. Síðan er reiknað með að bónusgreiðslurnar verði sama hlutfall af hagnaði og varð á fyrstu þremur ársfjórðungum ársins. Mats Odell segir að hann trúi því ekki að stjórn bankans ætli að halda sig við þessi áform um bónusgreiðslurnar. Bendir hann á að sænski fjármálageirinn sé í sinni verstu kreppu síðan 1930. Um 100.000 manns hafi misst vinnu sína í Svíþjóð og aðrir launþegar hafa þurft að taka á sig launalækkanir. Mest lesið Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent 24 ára milljónamæringur: Með eitt par af hnífapörum, einn disk og örbylgjuofn Atvinnulíf Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Starfsmenn Nordea bankans eiga í vændum bónusgreiðslur upp á samtals um 50 milljarða kr. fyrir síðasta ár ef áform stjórnar bankans ná fram að ganga. Þetta hefur vakið hörð viðbrögð hjá sænskum stjórnvöldum sem telja þessar greiðslur alltof háar og í engu samræmi við rekstur bankans. Fjallað er um málið á busness.dk þar sem vitnað er til vefsíðunnar e24.se. Þar er haft eftir Mats Odell viðskiptaráðherra Svíþjóðar að hann líti á Nordea eins og aðra banka. Þessar bónusgreiðslur séu gríðarlega háar í samanburði við stöðuna almennt í þjóðfélaginu. „Þetta er ímyndarvandamál fyrir Nordea," segir Odell. Þess má geta að sænsk stjórnvöld hafa töluvert að segja um stjórn Nordea enda er sænska ríkið stærsti eigandi bankans með um 20% eignarhlut. Þar að auki veittu sænsk stjórnvöld bankanum stuðning í miðri fjármálakreppunni á síðasta ári. Fari svo að Nordea hafi sitt fram og þessi bónus verður greiddur til starfsmanna er um að ræða stærstu bónusgreiðslur í sögu bankans. Greinendur hafa reiknað upphæðin út frá væntingum um hagnað Nordea á fjórða ársfjórðungi síðasta árs en hann er talinn nema hátt í 80 milljörðum kr. Síðan er reiknað með að bónusgreiðslurnar verði sama hlutfall af hagnaði og varð á fyrstu þremur ársfjórðungum ársins. Mats Odell segir að hann trúi því ekki að stjórn bankans ætli að halda sig við þessi áform um bónusgreiðslurnar. Bendir hann á að sænski fjármálageirinn sé í sinni verstu kreppu síðan 1930. Um 100.000 manns hafi misst vinnu sína í Svíþjóð og aðrir launþegar hafa þurft að taka á sig launalækkanir.
Mest lesið Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent 24 ára milljónamæringur: Með eitt par af hnífapörum, einn disk og örbylgjuofn Atvinnulíf Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira