Sænsk kirkja tapaði 300 milljónum í kauphöllinni 19. janúar 2010 10:43 Bein tengsl við almættið er greinilega engin trygging fyrir árangri í kauphallarviðskiptum. Það mátti söfnuðurinn við Karlstad kirkju í Svíþjóð upplifa eftir að kirkjusjóðurinn var notaður í hlutabréfaviðskiptum. Árangurinn var að sjóðurinn tapaði rúmlega 300 milljónum kr.Í frétt um málið á SVT Vårmlandsnytt segir að að hlutabréfin hafi verið keypt árið 2008 á rúmlega 800 milljónir kr. en þegar bréfin voru seld um síðustu áramót fengust aðeins 500 milljónir kr. fyrir þau.Endurskoðandur kirkjusjóðsins hafa gert alvarlegar athugsemdir við þetta kauphallarstúss og segja að bæði hafi reglur verið brotnar og kaupunum hafi verið illa stjórnað. Þá hefur komið upp úr kafinu að einn af safnaðarmeðlimunum, sem hafði aðgang að sjóðnum, hafi staðið í þessu án þess að láta aðra vita.Nils Jansson formaður safnaðarstjórnar kirkjunnar er miður sín yfir þessu máli. „Þetta er ekki gott en nú á tímum halda bara engin hlutabréf verðgildi sínu," segir Jansson. „Nú höfum við komið fjármálum okkar í hendur utanaðkomandi aðila. Það lítur ekki út yfir að okkar eigið fólk hafi hæfileika til þess að stjórna þeim." Mest lesið Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent 24 ára milljónamæringur: Með eitt par af hnífapörum, einn disk og örbylgjuofn Atvinnulíf Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Bein tengsl við almættið er greinilega engin trygging fyrir árangri í kauphallarviðskiptum. Það mátti söfnuðurinn við Karlstad kirkju í Svíþjóð upplifa eftir að kirkjusjóðurinn var notaður í hlutabréfaviðskiptum. Árangurinn var að sjóðurinn tapaði rúmlega 300 milljónum kr.Í frétt um málið á SVT Vårmlandsnytt segir að að hlutabréfin hafi verið keypt árið 2008 á rúmlega 800 milljónir kr. en þegar bréfin voru seld um síðustu áramót fengust aðeins 500 milljónir kr. fyrir þau.Endurskoðandur kirkjusjóðsins hafa gert alvarlegar athugsemdir við þetta kauphallarstúss og segja að bæði hafi reglur verið brotnar og kaupunum hafi verið illa stjórnað. Þá hefur komið upp úr kafinu að einn af safnaðarmeðlimunum, sem hafði aðgang að sjóðnum, hafi staðið í þessu án þess að láta aðra vita.Nils Jansson formaður safnaðarstjórnar kirkjunnar er miður sín yfir þessu máli. „Þetta er ekki gott en nú á tímum halda bara engin hlutabréf verðgildi sínu," segir Jansson. „Nú höfum við komið fjármálum okkar í hendur utanaðkomandi aðila. Það lítur ekki út yfir að okkar eigið fólk hafi hæfileika til þess að stjórna þeim."
Mest lesið Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent 24 ára milljónamæringur: Með eitt par af hnífapörum, einn disk og örbylgjuofn Atvinnulíf Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira