Tryggingarfélög hagnast vel á Facebook 8. febrúar 2010 11:00 Með tilkomu Facebook er það orðið mun léttara verk fyrir tryggingarfélög að upplýsa um tryggingarsvik. Á síðustu fjórum árum hefur tryggingarfélag sparað sér greiðslur á tryggingabótum upp á rúma þrjá milljarða með því að nýta sér upplýsingar af Facebook.Í umfjöllun blaðsins Dagens Næringsliv segir að norska tryggingarfélagið Gjensidige hafi neitað að greiða út tryggingarbætur upp á 150 milljónir norskra kr. síðustu fjögur árin þar sem félagið taldi um tryggingarsvik að ræða. Svik sem komu í ljós á Facebook og álíka samskiptasíðum á netinu."Við finnum út meira og meira á þessum netsíðum. Fólk leggur æ fleiri upplýsingar um sjálft sig á netið, myndir og upplýsingar sem passa illa saman við þær upplýsingar sem þetta fólk hefur látið okkur í té," segir Vera Sönsthagen en hún rannsakar tryggingarsvik fyrir Gjensidige.Í greininni er tekið dæmi af manni sem krafðist bóta af Gjensidige vegna bílslys sem hann sagðist hafa lent í. Hann fékk engar greiðslur því hann hafði lagt inn myndir á Facebook síðu sína af sjálfum sér að kafa í Rauðahafinu. Myndirnar sem voru teknar á sama tíma og bílslysið átti að hafa gerst. Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Með tilkomu Facebook er það orðið mun léttara verk fyrir tryggingarfélög að upplýsa um tryggingarsvik. Á síðustu fjórum árum hefur tryggingarfélag sparað sér greiðslur á tryggingabótum upp á rúma þrjá milljarða með því að nýta sér upplýsingar af Facebook.Í umfjöllun blaðsins Dagens Næringsliv segir að norska tryggingarfélagið Gjensidige hafi neitað að greiða út tryggingarbætur upp á 150 milljónir norskra kr. síðustu fjögur árin þar sem félagið taldi um tryggingarsvik að ræða. Svik sem komu í ljós á Facebook og álíka samskiptasíðum á netinu."Við finnum út meira og meira á þessum netsíðum. Fólk leggur æ fleiri upplýsingar um sjálft sig á netið, myndir og upplýsingar sem passa illa saman við þær upplýsingar sem þetta fólk hefur látið okkur í té," segir Vera Sönsthagen en hún rannsakar tryggingarsvik fyrir Gjensidige.Í greininni er tekið dæmi af manni sem krafðist bóta af Gjensidige vegna bílslys sem hann sagðist hafa lent í. Hann fékk engar greiðslur því hann hafði lagt inn myndir á Facebook síðu sína af sjálfum sér að kafa í Rauðahafinu. Myndirnar sem voru teknar á sama tíma og bílslysið átti að hafa gerst.
Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira