Telur nýjar samningaviðræður um Icesave þegar í gangi 7. janúar 2010 13:26 Lise Lyck forstöðumaður ferðamála- og menningardeildar Copenhagen Business School telur að nýjar samningaviðræður um Icesave séu þegar í gangi. Hún segir að slíkt hljóti að vera svo að samingsaðilar séu viðbúnir því að íslenska þjóðin felli núverandi Icesave frumvarp í komandi þjóðaratkvæðagreiðslu.Rætt er við Lise Lyck í blaðinu Politiken um Icesave málið. Hún segir að þótt málið virðist vera í óleysanlegum hnút í augnablikinu muni koma fram lausn á því. Hún er ennfremur bjartsýn á framtíð Íslands til lengri tíma litið þótt skammtímahorfur séu vissulega mjög dökkar.„Mesti ótti bankanna er að engin peningar komi til baka, það er að afskrifa þurfi skuldirnar niður í 0," segir Lyck. „Þetta er stærsta martröð bankaheimsins og það er gömul grundvallarregla í þeim heimi að maður á aldrei að drepa skuldunaut sinn. Þess vegna tel ég að nú þegar séu leynilegar samningaviðræður hafnar til að fá fram nýtt samkomulag fari svo að atkvæðagreiðslan endi með höfnun."Lyck segir ennfremur að Bretar og Hollendingar muni að sjálfsögðu ekki segja það opinberlega að þeir séu tilbúnir til að slá af kröfum sínum. „En það eru fleiri möguleikar til staðar," segir Lyck. „Þeir geta lækkað vextina, lengt lánstímann og svo framvegis." Mest lesið Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Viðskipti innlent Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Viðskipti innlent Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Viðskipti innlent Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Viðskipti innlent Verðlag lægst í Prís á átta algengum jólavörum Neytendur Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Viðskipti innlent Persónuleg áætlanagerð fyrir 2026 aldrei verið jafn auðveld og nú Atvinnulíf Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Viðskipti innlent Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira
Lise Lyck forstöðumaður ferðamála- og menningardeildar Copenhagen Business School telur að nýjar samningaviðræður um Icesave séu þegar í gangi. Hún segir að slíkt hljóti að vera svo að samingsaðilar séu viðbúnir því að íslenska þjóðin felli núverandi Icesave frumvarp í komandi þjóðaratkvæðagreiðslu.Rætt er við Lise Lyck í blaðinu Politiken um Icesave málið. Hún segir að þótt málið virðist vera í óleysanlegum hnút í augnablikinu muni koma fram lausn á því. Hún er ennfremur bjartsýn á framtíð Íslands til lengri tíma litið þótt skammtímahorfur séu vissulega mjög dökkar.„Mesti ótti bankanna er að engin peningar komi til baka, það er að afskrifa þurfi skuldirnar niður í 0," segir Lyck. „Þetta er stærsta martröð bankaheimsins og það er gömul grundvallarregla í þeim heimi að maður á aldrei að drepa skuldunaut sinn. Þess vegna tel ég að nú þegar séu leynilegar samningaviðræður hafnar til að fá fram nýtt samkomulag fari svo að atkvæðagreiðslan endi með höfnun."Lyck segir ennfremur að Bretar og Hollendingar muni að sjálfsögðu ekki segja það opinberlega að þeir séu tilbúnir til að slá af kröfum sínum. „En það eru fleiri möguleikar til staðar," segir Lyck. „Þeir geta lækkað vextina, lengt lánstímann og svo framvegis."
Mest lesið Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Viðskipti innlent Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Viðskipti innlent Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Viðskipti innlent Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Viðskipti innlent Verðlag lægst í Prís á átta algengum jólavörum Neytendur Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Viðskipti innlent Persónuleg áætlanagerð fyrir 2026 aldrei verið jafn auðveld og nú Atvinnulíf Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Viðskipti innlent Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira