Skortsalar í klípu þar sem dollarinn hríðfellur 12. mars 2010 12:27 Bandaríkjadollar hefur hríðfallið gagnvart helstu gjaldmiðlum það sem af er degi. Mest er fallið gagnvart evrunni, enda hefur síðarnefnda myntin heldur styrkt sig í sessi gagnvart ýmsum fleiri myntum en dollaranum í dag. Gera má ráð fyrir að þeir fjárfestar sem höfðu skortselt evru gagnvart dollar hafi þrotið örendið.Þetta kemur fram í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka. Þar segir að svo virðist sem vindurinn sé í bili úr seglum þeirrar lækkunar á evru/dollar gengiskrossinum sem stóð linnulítið frá desemberbyrjun til febrúarloka.Á því tímabili lækkaði evran um 10% gagnvart dollaranum vegna stöðugra frétta af slæmri og versnandi skuldastöðu Grikklands og fleiri evruríkja. Undanfarnar þrjár vikur hefur evran hins vegar hækkað um 2% gagnvart dollar, og hefur bróðurpartur þeirrar styrkingar komið fram á allra síðustu dögum. Evran kostar 1,377 dollara þegar þetta er ritað (kl. 11:00) og hefur ekki staðið sterkari gagnvart dollaranum í tæpan mánuð.Ýmsar skýringar má tína til á viðsnúningnum í þessum konungi gjaldeyriskrossanna, en viðskipti með gjaldmiðlaparið evru og dollar eru þau langumsvifamestu á gjaldeyrismörkuðum heims. Þannig nefna markaðsaðilar til sögunnar fréttir af því að Janet Yellen verði hugsanlega ráðin ein af seðlabankstjórum Bandaríkjanna, en Yellen er af mörgum talin svokölluð vaxtadúfa, þ.e. höll undir að beita stýrivöxtum af varfærni til að halda aftur af verðbólgu.Þá hafa líkur aukist á að Grikkjum takist að sigla fyrir vind með einhvers konar aðstoð frá ESB, enda hafa stjórnvöld þar í landi samþykkt býsna víðtækar aðhaldsaðgerðir við lítinn fögnuð landsmanna.Hins vegar kann það að hafa hvað mest áhrif þessa dagana að marga fjárfesta sem höfðu skortselt evru gagnvart dollar hafi þrotið örendið þegar krafturinn datt úr lækkunarhrinu gengiskrossins. Slíkar skortsölur höfðu náð miklum hæðum í upphafi mánaðarins, en alla jafna eru gjaldeyrisstöður af þessum toga býsna viðkvæmar fyrir óhagstæðri þróun og geta fjárfestar kosið, eða jafnvel neyðst til, að loka þeim í stórum stíl frekar en hætta á stigvaxandi tap þegar markaðurinn snýst gegn þeim, að því er segir í Morgunkorninu. Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Bandaríkjadollar hefur hríðfallið gagnvart helstu gjaldmiðlum það sem af er degi. Mest er fallið gagnvart evrunni, enda hefur síðarnefnda myntin heldur styrkt sig í sessi gagnvart ýmsum fleiri myntum en dollaranum í dag. Gera má ráð fyrir að þeir fjárfestar sem höfðu skortselt evru gagnvart dollar hafi þrotið örendið.Þetta kemur fram í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka. Þar segir að svo virðist sem vindurinn sé í bili úr seglum þeirrar lækkunar á evru/dollar gengiskrossinum sem stóð linnulítið frá desemberbyrjun til febrúarloka.Á því tímabili lækkaði evran um 10% gagnvart dollaranum vegna stöðugra frétta af slæmri og versnandi skuldastöðu Grikklands og fleiri evruríkja. Undanfarnar þrjár vikur hefur evran hins vegar hækkað um 2% gagnvart dollar, og hefur bróðurpartur þeirrar styrkingar komið fram á allra síðustu dögum. Evran kostar 1,377 dollara þegar þetta er ritað (kl. 11:00) og hefur ekki staðið sterkari gagnvart dollaranum í tæpan mánuð.Ýmsar skýringar má tína til á viðsnúningnum í þessum konungi gjaldeyriskrossanna, en viðskipti með gjaldmiðlaparið evru og dollar eru þau langumsvifamestu á gjaldeyrismörkuðum heims. Þannig nefna markaðsaðilar til sögunnar fréttir af því að Janet Yellen verði hugsanlega ráðin ein af seðlabankstjórum Bandaríkjanna, en Yellen er af mörgum talin svokölluð vaxtadúfa, þ.e. höll undir að beita stýrivöxtum af varfærni til að halda aftur af verðbólgu.Þá hafa líkur aukist á að Grikkjum takist að sigla fyrir vind með einhvers konar aðstoð frá ESB, enda hafa stjórnvöld þar í landi samþykkt býsna víðtækar aðhaldsaðgerðir við lítinn fögnuð landsmanna.Hins vegar kann það að hafa hvað mest áhrif þessa dagana að marga fjárfesta sem höfðu skortselt evru gagnvart dollar hafi þrotið örendið þegar krafturinn datt úr lækkunarhrinu gengiskrossins. Slíkar skortsölur höfðu náð miklum hæðum í upphafi mánaðarins, en alla jafna eru gjaldeyrisstöður af þessum toga býsna viðkvæmar fyrir óhagstæðri þróun og geta fjárfestar kosið, eða jafnvel neyðst til, að loka þeim í stórum stíl frekar en hætta á stigvaxandi tap þegar markaðurinn snýst gegn þeim, að því er segir í Morgunkorninu.
Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira