Samdráttur varð í efnahagslífi Svíþjóðar og Finnlands á fjórða ársfjórðungi síðasta árs.
Þjóðarframleiðsla Finna dróst saman um 5,1 prósent miðað við sama tímabil árið 2008, en samdrátturinn í Svíþjóð nam 1,5 prósentum.
Afleiðingar heimskreppunnar eru því enn að koma niður á Norðurlöndunum, en verst hefur hún bitnað á Finnlandi sem er mjög háð útflutningi.
Allt árið 2009 var þjóðarframleiðsla Finnlands 7,6 prósentum minni en árið 2008. Samdrátturinn hefur ekki verið meiri þar í landi síðan 1918.- gb