CB Holdings segir mikinn áhuga á að kaupa West Ham 6. janúar 2010 08:45 CB Holding, sem er að mestu í eigu Straums, segir að fjöldi aðila hafi sýnt því áhuga að festa kaup á enska úrvalsdeildarliðinu West Ham. Hinsvegar liggi ekkert á að selja liðið. Fjallað er um málið á BBC og segir þar að forráðamenn CB Holding vilji hinsvegar ekkert segja um hverjir þessir áhugasömu kaupendur eru. Hinsvegar hefur komið fram að í þeim hópi eru meðal annars Tony Fernandes fjárfestir frá Malasíu og eigandi AsiaAir, félagarnir David Gold og David Sullivan fyrrum eigendur Birmingham liðsins og félagið Intermarket. Hinir síðastnefndu munu vera hópur af bandarískum fjárfestum. „Við erum að leita eftir góðu verði fyrir liðið og okkur liggur ekkert á að selja það," segir talsmaður CB Holding í samtali við BBC. „Ef við ákveðum kaupenda eða samstarfsaðila fyrir liðið munum við ganga úr skugga um að það sem við ákveðum sé það besta fyrir West Ham." Aðspurður um hvað gerist þegar leikmannakaupaglugginn opnast nú í janúar segir talsmaðurinn að enginn þrýstingur sé á því að selja leikmenn frá liðinu til að létta á skuldastöðunni. „Og ef við seljum leikmenn mun Gianfranco Zola fá það fé í hendur til að kaupa aðra menn fyrir liðið." Talsmaðurinn segir ennfremur að það sé stefna CB Holding að taka ekki fé út úr rekstri West Ham. Mest lesið Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent 24 ára milljónamæringur: Með eitt par af hnífapörum, einn disk og örbylgjuofn Atvinnulíf Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
CB Holding, sem er að mestu í eigu Straums, segir að fjöldi aðila hafi sýnt því áhuga að festa kaup á enska úrvalsdeildarliðinu West Ham. Hinsvegar liggi ekkert á að selja liðið. Fjallað er um málið á BBC og segir þar að forráðamenn CB Holding vilji hinsvegar ekkert segja um hverjir þessir áhugasömu kaupendur eru. Hinsvegar hefur komið fram að í þeim hópi eru meðal annars Tony Fernandes fjárfestir frá Malasíu og eigandi AsiaAir, félagarnir David Gold og David Sullivan fyrrum eigendur Birmingham liðsins og félagið Intermarket. Hinir síðastnefndu munu vera hópur af bandarískum fjárfestum. „Við erum að leita eftir góðu verði fyrir liðið og okkur liggur ekkert á að selja það," segir talsmaður CB Holding í samtali við BBC. „Ef við ákveðum kaupenda eða samstarfsaðila fyrir liðið munum við ganga úr skugga um að það sem við ákveðum sé það besta fyrir West Ham." Aðspurður um hvað gerist þegar leikmannakaupaglugginn opnast nú í janúar segir talsmaðurinn að enginn þrýstingur sé á því að selja leikmenn frá liðinu til að létta á skuldastöðunni. „Og ef við seljum leikmenn mun Gianfranco Zola fá það fé í hendur til að kaupa aðra menn fyrir liðið." Talsmaðurinn segir ennfremur að það sé stefna CB Holding að taka ekki fé út úr rekstri West Ham.
Mest lesið Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent 24 ára milljónamæringur: Með eitt par af hnífapörum, einn disk og örbylgjuofn Atvinnulíf Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira