Fjármálaeftirlit Dana bjargaði landinu frá íslensku bankahruni 15. janúar 2010 08:33 Fjármálaeftirlit Danmerkur bjargaði landinu frá íslensku bankahruni og það gerðist þegar fyrir fimm árum. Þá setti eftirlitið Kaupþingi ströng skilyrði fyrir kaupunum á FIH bankanum. Meðal annars að ekki mætti blanda fjárstreymi frá FIH við íslensku bankastarfsemina.Í umfjöllun um málið í Jyllands Posten segir að ef þessi skilyrði hefðu ekki verið sett hefði FIH bankinn að öllum líkindum fallið með Kaupþingi haustið 2008. Það hefði aftur haft mjpög alvarlegar afleiðingar fyrir danska bankakerfið því FIH er helsti lánveitandi 4.500 stórra og meðalstórra fyrirtæja í Danmörku.Í fréttinni er sagt að afleiðingar þess að FIH bankinn hefði komist í þrot hefðu sennilega verið umfangsmeiri en þau vandræði sem sköpuðust þegar Roskilde Bank varð gjaldþrota.Danska fjármálaeftirlitið samþykkti kaupin á FIH bankanum árið 2004 en Henrik Sjögreen bankastjóri FIH segir að kaupin hafi verið þau fyrstu þar sem að stór danskur banki er keyptur af minni fjármálastofnun frá litlu landi með 300.000 íbúa. Þar að auki hafi þá þegar farið að bera á áhættusækni íslenskra bankamanna.„Það var því þannig að stjónvöld vildu til að tryggja sig fyrir því ómögulega, kerfishruni á Íslandi. Men vildu tryggja að slíkt kæmi ekki til með að hafa áhrif á danska fjármálakerfið," segir Sjögreen.Bankastjórinn er ekki í vafa um að danska fjármálaeftirlitið eigi heiður skilinn fyrir það hvernig staðið var að kaupum Kaupþings á FIH. „Ef starfsemi FIH hefði verið samtvinnuð Kaupþingi hefði FIH lánað fé til viðskiptavina og dótturfélaga Kaupþings," segir Sjögreen. „það með hefði Kaupþing tekið FIH með sér í fallinu."Lars Christensen forstöðumaður greiningar Danske Bank segir að hann upplifi dæmið þannig að danski seðlabankinn, fjármálaeftirlitið og danskir fjárfestar hafi verið með augað á boltanum frá upphafi. „Þeim var fulljóst áhættan sem stafaði af hinu íslenska fjármálakerfi," segir Christensen.Sem kunnugt er af fréttum er FIH i íslenskri eigu og á forræði slitastjórnar Kaupþings. Seðlabankinn á veð í FIH upp á 500 milljónir evra. Þar var um að ræða neyðarlán til Kaupþings á síðustu metrunum fyrir fall bankans. Mest lesið Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent 24 ára milljónamæringur: Með eitt par af hnífapörum, einn disk og örbylgjuofn Atvinnulíf Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Fjármálaeftirlit Danmerkur bjargaði landinu frá íslensku bankahruni og það gerðist þegar fyrir fimm árum. Þá setti eftirlitið Kaupþingi ströng skilyrði fyrir kaupunum á FIH bankanum. Meðal annars að ekki mætti blanda fjárstreymi frá FIH við íslensku bankastarfsemina.Í umfjöllun um málið í Jyllands Posten segir að ef þessi skilyrði hefðu ekki verið sett hefði FIH bankinn að öllum líkindum fallið með Kaupþingi haustið 2008. Það hefði aftur haft mjpög alvarlegar afleiðingar fyrir danska bankakerfið því FIH er helsti lánveitandi 4.500 stórra og meðalstórra fyrirtæja í Danmörku.Í fréttinni er sagt að afleiðingar þess að FIH bankinn hefði komist í þrot hefðu sennilega verið umfangsmeiri en þau vandræði sem sköpuðust þegar Roskilde Bank varð gjaldþrota.Danska fjármálaeftirlitið samþykkti kaupin á FIH bankanum árið 2004 en Henrik Sjögreen bankastjóri FIH segir að kaupin hafi verið þau fyrstu þar sem að stór danskur banki er keyptur af minni fjármálastofnun frá litlu landi með 300.000 íbúa. Þar að auki hafi þá þegar farið að bera á áhættusækni íslenskra bankamanna.„Það var því þannig að stjónvöld vildu til að tryggja sig fyrir því ómögulega, kerfishruni á Íslandi. Men vildu tryggja að slíkt kæmi ekki til með að hafa áhrif á danska fjármálakerfið," segir Sjögreen.Bankastjórinn er ekki í vafa um að danska fjármálaeftirlitið eigi heiður skilinn fyrir það hvernig staðið var að kaupum Kaupþings á FIH. „Ef starfsemi FIH hefði verið samtvinnuð Kaupþingi hefði FIH lánað fé til viðskiptavina og dótturfélaga Kaupþings," segir Sjögreen. „það með hefði Kaupþing tekið FIH með sér í fallinu."Lars Christensen forstöðumaður greiningar Danske Bank segir að hann upplifi dæmið þannig að danski seðlabankinn, fjármálaeftirlitið og danskir fjárfestar hafi verið með augað á boltanum frá upphafi. „Þeim var fulljóst áhættan sem stafaði af hinu íslenska fjármálakerfi," segir Christensen.Sem kunnugt er af fréttum er FIH i íslenskri eigu og á forræði slitastjórnar Kaupþings. Seðlabankinn á veð í FIH upp á 500 milljónir evra. Þar var um að ræða neyðarlán til Kaupþings á síðustu metrunum fyrir fall bankans.
Mest lesið Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent 24 ára milljónamæringur: Með eitt par af hnífapörum, einn disk og örbylgjuofn Atvinnulíf Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira