Óttinn er kominn aftur, rautt í öllum kauphöllum 5. febrúar 2010 10:06 Hinn þekkti fjárfestir Bill Gross segir að óttinn sé kominn aftur á fjármálamarkaði heimsins. Þetta sjáist best á því að rauðar tölur eru nú í nær öllum kauphöllum heimsins. Markaðurinn á Wall Street endaði í mínus í gærkvöldi, Asíumarkaðirnir upplifðu stærsta fall sitt á síðustu mánuðum í nótt og vísitölur lækka í öllum kauphöllum Evrópu í dag. Bill Gross líkir stöðunni nú við upphaf undirmálslána-kreppunnar. Í viðtali við CNBC stöðina segir hann að umfang óttans meðal fjárfesta sé að vísu ekki jafnmikið og í kjölfar undirmálslána-kreppunnar en hægt sé að finna sameiginlega punkta í stöðunni nú og þá. Bill Gross er stofnandi Pimco, eins stærsta fjárfestingarsjóðs heimsins og hann er forstjóri Total Return sem er stærsti skuldabréfasjóður heimsins. Það sem liggur að baki óttans nú að mati Gross er annarsvegar slæmar tölur frá bandaríska vinnumarkaðinum og hinsvegar vaxandi áhyggjur af skuldastöðu ríkjanna í Suður-Evrópu. „Alþjóðamarkaðir hafa á síðasta ári verið keyrðir áfram af lánapólitík ríkisstjórna og seðlabanka. Nú erum við byrjaðir að setja spurningamerki við markaðsverðmæti þeirra hlutabréfa sem hafa hækkað á grunni þessarar stefnu," segir Gross. Gross bendir á að eftir að undirmálslána-kreppan hófst hélst verðmæti hlutabréfa hátt langt fram á árið 2008 þegar svo allt hrundi þá um haustið. Hugsanlega sé hið sama að gerast að nýju. Allavega bendir Gross á að vogunarsjóðir séu í auknum mæli hættir að endurlána fé sem þeir hafa sjálfir tekið að láni á lágum vöxtum. Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Hinn þekkti fjárfestir Bill Gross segir að óttinn sé kominn aftur á fjármálamarkaði heimsins. Þetta sjáist best á því að rauðar tölur eru nú í nær öllum kauphöllum heimsins. Markaðurinn á Wall Street endaði í mínus í gærkvöldi, Asíumarkaðirnir upplifðu stærsta fall sitt á síðustu mánuðum í nótt og vísitölur lækka í öllum kauphöllum Evrópu í dag. Bill Gross líkir stöðunni nú við upphaf undirmálslána-kreppunnar. Í viðtali við CNBC stöðina segir hann að umfang óttans meðal fjárfesta sé að vísu ekki jafnmikið og í kjölfar undirmálslána-kreppunnar en hægt sé að finna sameiginlega punkta í stöðunni nú og þá. Bill Gross er stofnandi Pimco, eins stærsta fjárfestingarsjóðs heimsins og hann er forstjóri Total Return sem er stærsti skuldabréfasjóður heimsins. Það sem liggur að baki óttans nú að mati Gross er annarsvegar slæmar tölur frá bandaríska vinnumarkaðinum og hinsvegar vaxandi áhyggjur af skuldastöðu ríkjanna í Suður-Evrópu. „Alþjóðamarkaðir hafa á síðasta ári verið keyrðir áfram af lánapólitík ríkisstjórna og seðlabanka. Nú erum við byrjaðir að setja spurningamerki við markaðsverðmæti þeirra hlutabréfa sem hafa hækkað á grunni þessarar stefnu," segir Gross. Gross bendir á að eftir að undirmálslána-kreppan hófst hélst verðmæti hlutabréfa hátt langt fram á árið 2008 þegar svo allt hrundi þá um haustið. Hugsanlega sé hið sama að gerast að nýju. Allavega bendir Gross á að vogunarsjóðir séu í auknum mæli hættir að endurlána fé sem þeir hafa sjálfir tekið að láni á lágum vöxtum.
Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira