Massimo Cellino blandar sér í baráttuna um West Ham 14. janúar 2010 08:33 Ítalinn Massimo Cellino er kominn fram sem fjórði áhugasami kaupandinn að enska útvalsdeildarliðinu West Ham. Cellino er núverandi forseti ítalska úrvalsdeildarliðsins Cagliari og þekkir Gianfranco Zola framkvæmdastjóra West Ham mjög vel.Fjallað er um málið á BBC Radio 5 Live. Þar segir að sést hafi til Cellino á heimaleik QPR á þriðjudagskvöldið. Zola lauk leikmannsferli sínum með Cagliari á sínum tíma en þangað keypti Cellino hann frá Chelsea.Cellino hefur aldrei legið á aðdáun sinni á Zola og sagði við lok ferils Zola hjá Cagliari að Zola yfirgæfi völlinn með sama stíl og hann hefði leikið á honum.Það flækir nokkuð málið fyrir Cellino að ef hann festir kaup á West Ham þarf hann að losa sig við eignarhaldið á Cagliari. Samkvæmt reglum ESB getur sami maður ekki átt tvö fótboltalið í tveimur ólíkum löndum.Samkvæmt fréttinni á BBC virðist Tony Fernandes enn vera inn í myndinni hvað kaupin á West Ham varðar en hann er talinn hafa komið til Bretlands í gærdag frá Malasíu. Fernandes er þekktur fjárfestir í Malasíu og á m.a. AsiaAir flugfélagið.Aðrir áhugsamir kaupendur eru David Gold og David Sullivan fyrrum eigendur Birmingham og félagið Intermarket.Samkvæmt heimildum BBC mun líklega verða gengið frá sölunni á West Ham fyrir helgina. Mest lesið Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent 24 ára milljónamæringur: Með eitt par af hnífapörum, einn disk og örbylgjuofn Atvinnulíf Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Ítalinn Massimo Cellino er kominn fram sem fjórði áhugasami kaupandinn að enska útvalsdeildarliðinu West Ham. Cellino er núverandi forseti ítalska úrvalsdeildarliðsins Cagliari og þekkir Gianfranco Zola framkvæmdastjóra West Ham mjög vel.Fjallað er um málið á BBC Radio 5 Live. Þar segir að sést hafi til Cellino á heimaleik QPR á þriðjudagskvöldið. Zola lauk leikmannsferli sínum með Cagliari á sínum tíma en þangað keypti Cellino hann frá Chelsea.Cellino hefur aldrei legið á aðdáun sinni á Zola og sagði við lok ferils Zola hjá Cagliari að Zola yfirgæfi völlinn með sama stíl og hann hefði leikið á honum.Það flækir nokkuð málið fyrir Cellino að ef hann festir kaup á West Ham þarf hann að losa sig við eignarhaldið á Cagliari. Samkvæmt reglum ESB getur sami maður ekki átt tvö fótboltalið í tveimur ólíkum löndum.Samkvæmt fréttinni á BBC virðist Tony Fernandes enn vera inn í myndinni hvað kaupin á West Ham varðar en hann er talinn hafa komið til Bretlands í gærdag frá Malasíu. Fernandes er þekktur fjárfestir í Malasíu og á m.a. AsiaAir flugfélagið.Aðrir áhugsamir kaupendur eru David Gold og David Sullivan fyrrum eigendur Birmingham og félagið Intermarket.Samkvæmt heimildum BBC mun líklega verða gengið frá sölunni á West Ham fyrir helgina.
Mest lesið Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent 24 ára milljónamæringur: Með eitt par af hnífapörum, einn disk og örbylgjuofn Atvinnulíf Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira