Fótbolti

Báðir miðverðir Inter-liðsins fengu rautt í fyrri hálfleik

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jose Mourinho lætur hér í skoðun sína í ljós á frammistöðu dómarans í leiknum.
Jose Mourinho lætur hér í skoðun sína í ljós á frammistöðu dómarans í leiknum. Mynd/Getty Images
Inter Milan náði markalausu jafntefli á móti Sampdoria í ítölsku A-deildinni í fótbolta í gærkvöldi þrátt fyrir að missa báða miðverði sína, Walter Samuel og Ivan Ramiro Cordoba, útaf með rautt spjald í fyrri hálfleiknum.

Inter jók forskot sitt á toppnum upp í átta stig með þessu stigi en Roma getur minnkað það niður í fimm stig með sigri á Catania í dag.

Walter Samuel fékk beint rautt spjald fyrir að slá Nicola Pozzi eftir hálftíma leik og níu mínútum síðar fékk Ivan Ramiro Cordoba sitt annað gula spjald fyrir að brjóta á umræddum Nicola Pozzi.

Leikmenn Sampdoria tókst ekki að nýta sér að vera ellefu á móti níu og misstu síðan sjálfir mann af velli þegar Giampaolo Pazzini fékk sitt annað gula spjald.

Jose Mourinho hefur því enn ekki tapað á heimavelli með Inter í deildinni ekki frekar en hann gerði hjá Chelsea og stóran hluta tíma síns hjá Porto. Þetta var 130. deildarleikur liða hans í röð á heimavelli án þess að tapa.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×