Álitsgerð forseta lagadeildar Háskólans í Reykjavík Brynjar Níelsson skrifar 10. nóvember 2010 06:00 Þórður Gunnarsson, forseti lagadeildar Háskólans í Reykjavík, ritaði grein í síðasta helgarblaði Fréttablaðsins til að skýra nánar álitsgerð sína fyrir slitastjórn Glitnis banka hf. þess efnis að íslenskir dómstólar séu illa í stakk búnir til að leysa úr jafn flóknu og umfangsmiklu máli og stefnt var fyrir dóm í New York á hendur sjö íslenskum aðilum. Jafnframt segir forseti Lagadeildar HR að það sé rangt hjá mér að hann hafi sagt að íslenskir dómstólar geti ekki leyst úr jafn viðamiklu skaðabótamáli og hér um ræðir. Í niðurlagi greinar sinnar lýsir forseti lagadeildar HR vonbrigðum með að formaður Lögmannafélagsins skuli ekki sjá sér fært að taka undir þá ályktun hans að íslenskir dómstólar séu illa undir svona mál búnir af skipulagslegum ástæðum og vegna fjárskorts og undirmönnun. Það er enginn ágreiningur á milli formanns Lögmannafélagsins og forseta Lagadeildar HR um fjölgun dómsmála á komandi misserum í tengslum við hrun bankanna. Á þeim tíma sem forseti lagadeildar ritar undir álitsgerð sína hafði heildarmálum fyrir dómi ekki fjölgað og þegar verið brugðist við fyrirsjáanlegri aukningu mála frá slitastjórnum með fjölgun dómara í héraði. Ég hef frá því snemmsumars unnið náið með starfsmönnum dómsmálaráðuneytisins, fulltrúum dómstólaráðs, Dómarafélagsins og Hæstaréttar, þar sem lagt hefur verið mat á hvernig álag á dómstólana muni aukast. Hefur verið aflað upplýsinga frá slitastjórnum bankanna og sérstökum saksóknara um fjölda mála, stærð þeirra og hvenær líklegt væri að málin komi til kasta dómstólanna. Allt er þetta gert í þeim tilgangi að stjórnvöld geti brugðist við auknu álagi hjá dómstólum. Ástæðan er sú að í stjórnarskrá Íslands og í mannréttindasáttmála Evrópu sem lögfestur er á Íslandi eru ákvæði sem kveða á um réttláta málsmeðferð innan hæfilegs tíma. Þótt fyrir liggi að fjölgun verði á dómsmálum vegna slitameðferðar bankanna er ekki hægt að draga þá ályktun að fjölgun verði í öðrum tegundum mála. Þó svo að aukning eða eðli mála verði til þess að hægist á meðferð dómsmála er ekki þar með sagt að málsmeðferð brjóti gegn framangreindum reglum stjórnarskrárinnar og MSE. Með hliðsjón af framangreindum staðreyndum er undarlegt að forseti lagadeildar HR skuli draga þá ályktun að íslenskir dómstólar séu illa í stakk búnir til að leysa úr skaðabótamáli slitastjórnarinnar gegn sjömenningunum. Virðist forseti lagadeildar HR hvorki vita hvað hefur verið gert til þess að bregðast við fyrirsjáanlegri aukningu mála né hvað stjórnvöld hyggjast gera ef hætta er á að málin dragist um of á langinn. Forseti lagadeildar HR telur það rangt hjá mér að hann hafi sagt í áliti sínu að íslenskir dómstólar „geti ekki" leyst mál af þessari stærðargráðu. Hér er hártogun um hárfína merkingu orða sem skiptir engu máli í umræðunni. Í mínum huga er lítill munur á því í þessu samhengi að „vera illa í stakk búinn" og „geta ekki" leyst úr málum. Þegar lesin er álitsgerð forseta lagadeildar HR í heild sinni verður hún ekki skilin öðru vísi en svo að íslenskir dómstólar séu ekki færir um að leysa úr svona flóknu og umfangsmiklu máli af skipulagslegum ástæðum og vegna fjárskorts og undirmönnunar. Ekki veit ég hver tilgangur slitastjórnarinnar var með því að leita álits forseta lagadeildar HR um stöðu dómstólanna og getu þeirra til að leysa úr flóknum og umfangsmiklum málum. Mér vitanlega hefur forseti lagadeildar HR ekki flutt eitt einasta dómsmál svo árum skiptir eða stundað rannsóknir á stöðu dómstóla og getu þeirra til að leysa úr málum. Þó má ætla að forseti lagadeildar viti, eins og allir aðrir sem stundað hafa lögfræðistörf og kennslu, að málshraði fyrir íslenskum dómtólum er meiri en í þeim réttarríkjum sem við berum okkur saman við. Ekki er ástæða til að ætla að málshraði breytist eins og hendi sé veifað án þess að við því verði brugðist eða málsmeðferð verði ekki jafnvönduð og áður. Þar sem ég tel álit forseta lagadeildar HR rangt þótti mér rétt og skylt sem starfsmanni og þjóni íslenska réttarkerfisins að andmæla því með yfirlýsingu. Skiptir þá engu máli að ég hafði áður unnið fyrir slitastjórn Glitnis banka hf. enda þau störf ótengd efni yfirlýsingar minnar. Ég veit ekki hvað slitastjórninni og forseta lagadeildar HR gekk til með því að leggja fram þetta álit sem er til þess fallið að rýra traust og trúverðugleika íslenskra dómstóla úti í hinum stóra heimi að ófyrirsynju. Ef slitastjórnin virkilega trúir því að íslenskir dómstólar séu illa í stakk búnir til að leysa úr þessu flókna og umfangsmikla skaðabótamáli af skipulagslegum ástæðum og vegna fjárskorts og undirmönnunar verður að teljast undarlegt að hún hyggist leggja fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur önnur flókin og umfangsmikil ágreiningsmál sem komið hafa upp í tengslum við slitameðferðina í stað þess að leita úrlausna hjá dómstólum erlendis. Það kann vel að vera að einhver haldgóð rök standi til málshöfðunar slitastjórnar á hendur þessum íslensku mönnum úti í New York. Ég skal ekkert um það segja en þau rök að íslenskir dómstólar séu illa í stakk búnir til að leysa úr málinu standast ekki skoðun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Brynjar Níelsson Skoðanir Skoðun Mest lesið Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks Skoðun Skoðun Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Sjá meira
Þórður Gunnarsson, forseti lagadeildar Háskólans í Reykjavík, ritaði grein í síðasta helgarblaði Fréttablaðsins til að skýra nánar álitsgerð sína fyrir slitastjórn Glitnis banka hf. þess efnis að íslenskir dómstólar séu illa í stakk búnir til að leysa úr jafn flóknu og umfangsmiklu máli og stefnt var fyrir dóm í New York á hendur sjö íslenskum aðilum. Jafnframt segir forseti Lagadeildar HR að það sé rangt hjá mér að hann hafi sagt að íslenskir dómstólar geti ekki leyst úr jafn viðamiklu skaðabótamáli og hér um ræðir. Í niðurlagi greinar sinnar lýsir forseti lagadeildar HR vonbrigðum með að formaður Lögmannafélagsins skuli ekki sjá sér fært að taka undir þá ályktun hans að íslenskir dómstólar séu illa undir svona mál búnir af skipulagslegum ástæðum og vegna fjárskorts og undirmönnun. Það er enginn ágreiningur á milli formanns Lögmannafélagsins og forseta Lagadeildar HR um fjölgun dómsmála á komandi misserum í tengslum við hrun bankanna. Á þeim tíma sem forseti lagadeildar ritar undir álitsgerð sína hafði heildarmálum fyrir dómi ekki fjölgað og þegar verið brugðist við fyrirsjáanlegri aukningu mála frá slitastjórnum með fjölgun dómara í héraði. Ég hef frá því snemmsumars unnið náið með starfsmönnum dómsmálaráðuneytisins, fulltrúum dómstólaráðs, Dómarafélagsins og Hæstaréttar, þar sem lagt hefur verið mat á hvernig álag á dómstólana muni aukast. Hefur verið aflað upplýsinga frá slitastjórnum bankanna og sérstökum saksóknara um fjölda mála, stærð þeirra og hvenær líklegt væri að málin komi til kasta dómstólanna. Allt er þetta gert í þeim tilgangi að stjórnvöld geti brugðist við auknu álagi hjá dómstólum. Ástæðan er sú að í stjórnarskrá Íslands og í mannréttindasáttmála Evrópu sem lögfestur er á Íslandi eru ákvæði sem kveða á um réttláta málsmeðferð innan hæfilegs tíma. Þótt fyrir liggi að fjölgun verði á dómsmálum vegna slitameðferðar bankanna er ekki hægt að draga þá ályktun að fjölgun verði í öðrum tegundum mála. Þó svo að aukning eða eðli mála verði til þess að hægist á meðferð dómsmála er ekki þar með sagt að málsmeðferð brjóti gegn framangreindum reglum stjórnarskrárinnar og MSE. Með hliðsjón af framangreindum staðreyndum er undarlegt að forseti lagadeildar HR skuli draga þá ályktun að íslenskir dómstólar séu illa í stakk búnir til að leysa úr skaðabótamáli slitastjórnarinnar gegn sjömenningunum. Virðist forseti lagadeildar HR hvorki vita hvað hefur verið gert til þess að bregðast við fyrirsjáanlegri aukningu mála né hvað stjórnvöld hyggjast gera ef hætta er á að málin dragist um of á langinn. Forseti lagadeildar HR telur það rangt hjá mér að hann hafi sagt í áliti sínu að íslenskir dómstólar „geti ekki" leyst mál af þessari stærðargráðu. Hér er hártogun um hárfína merkingu orða sem skiptir engu máli í umræðunni. Í mínum huga er lítill munur á því í þessu samhengi að „vera illa í stakk búinn" og „geta ekki" leyst úr málum. Þegar lesin er álitsgerð forseta lagadeildar HR í heild sinni verður hún ekki skilin öðru vísi en svo að íslenskir dómstólar séu ekki færir um að leysa úr svona flóknu og umfangsmiklu máli af skipulagslegum ástæðum og vegna fjárskorts og undirmönnunar. Ekki veit ég hver tilgangur slitastjórnarinnar var með því að leita álits forseta lagadeildar HR um stöðu dómstólanna og getu þeirra til að leysa úr flóknum og umfangsmiklum málum. Mér vitanlega hefur forseti lagadeildar HR ekki flutt eitt einasta dómsmál svo árum skiptir eða stundað rannsóknir á stöðu dómstóla og getu þeirra til að leysa úr málum. Þó má ætla að forseti lagadeildar viti, eins og allir aðrir sem stundað hafa lögfræðistörf og kennslu, að málshraði fyrir íslenskum dómtólum er meiri en í þeim réttarríkjum sem við berum okkur saman við. Ekki er ástæða til að ætla að málshraði breytist eins og hendi sé veifað án þess að við því verði brugðist eða málsmeðferð verði ekki jafnvönduð og áður. Þar sem ég tel álit forseta lagadeildar HR rangt þótti mér rétt og skylt sem starfsmanni og þjóni íslenska réttarkerfisins að andmæla því með yfirlýsingu. Skiptir þá engu máli að ég hafði áður unnið fyrir slitastjórn Glitnis banka hf. enda þau störf ótengd efni yfirlýsingar minnar. Ég veit ekki hvað slitastjórninni og forseta lagadeildar HR gekk til með því að leggja fram þetta álit sem er til þess fallið að rýra traust og trúverðugleika íslenskra dómstóla úti í hinum stóra heimi að ófyrirsynju. Ef slitastjórnin virkilega trúir því að íslenskir dómstólar séu illa í stakk búnir til að leysa úr þessu flókna og umfangsmikla skaðabótamáli af skipulagslegum ástæðum og vegna fjárskorts og undirmönnunar verður að teljast undarlegt að hún hyggist leggja fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur önnur flókin og umfangsmikil ágreiningsmál sem komið hafa upp í tengslum við slitameðferðina í stað þess að leita úrlausna hjá dómstólum erlendis. Það kann vel að vera að einhver haldgóð rök standi til málshöfðunar slitastjórnar á hendur þessum íslensku mönnum úti í New York. Ég skal ekkert um það segja en þau rök að íslenskir dómstólar séu illa í stakk búnir til að leysa úr málinu standast ekki skoðun.
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun