Vanskilaskuldir Dana tvöfaldast milli ára 18. janúar 2010 13:18 Vanskilaskuldir Dana tvöfölduðust milli áranna 2008 og 2009. Samkvæmt vanskilaskrá (RKI) Danmerkur námu þessar skuldir 5,1 milljarði danskra kr. árið 2008 en stóðu í 10,5 milljörðum danskra kr., eða rúmlega 250 milljörðum kr., um síðustu áramót.Í frétt um málið á börsens.dk segir að meir en 208.000 Danir séu nú skráðir hjá RKI sem slæmir skuldarar. Þetta samsvarar 4,85% af öllu fullorðnu fólki í landinu. Stærstu hópur skuldaranna er á aldrinum 21 til 30 ára.Af einstökum svæðum í Danmörku eru skuldarnir flestir á Sjálandi eða 5,85% íbúanna. Af einstökum bæjar/sveitarfélögum er hlutfallið hæst í Lolland Kommune eða 9,27%. Þannig sýnir tölfræðin að langlíklegast sé að 24 ára gamall íbúi í Lolland Kommune sé á skrá RKI.Það er ráðgjafaþjónustan Experian sem heldur utan um rekstur RKI. Sören Overgaard Madsen greinandi hjá Experian segir að yfir helmingur þeirra sem skráðir voru á RKI í fyrra hafi verið þar á skrá áður. „Tölurnar sýna að kreppan er djúp og langvarandi," segir Madsen. „Og það er að myndast munstur þar sem sama fólkið hafnar ítrekað á skrá hjá RKI." Mest lesið Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent 24 ára milljónamæringur: Með eitt par af hnífapörum, einn disk og örbylgjuofn Atvinnulíf Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Vanskilaskuldir Dana tvöfölduðust milli áranna 2008 og 2009. Samkvæmt vanskilaskrá (RKI) Danmerkur námu þessar skuldir 5,1 milljarði danskra kr. árið 2008 en stóðu í 10,5 milljörðum danskra kr., eða rúmlega 250 milljörðum kr., um síðustu áramót.Í frétt um málið á börsens.dk segir að meir en 208.000 Danir séu nú skráðir hjá RKI sem slæmir skuldarar. Þetta samsvarar 4,85% af öllu fullorðnu fólki í landinu. Stærstu hópur skuldaranna er á aldrinum 21 til 30 ára.Af einstökum svæðum í Danmörku eru skuldarnir flestir á Sjálandi eða 5,85% íbúanna. Af einstökum bæjar/sveitarfélögum er hlutfallið hæst í Lolland Kommune eða 9,27%. Þannig sýnir tölfræðin að langlíklegast sé að 24 ára gamall íbúi í Lolland Kommune sé á skrá RKI.Það er ráðgjafaþjónustan Experian sem heldur utan um rekstur RKI. Sören Overgaard Madsen greinandi hjá Experian segir að yfir helmingur þeirra sem skráðir voru á RKI í fyrra hafi verið þar á skrá áður. „Tölurnar sýna að kreppan er djúp og langvarandi," segir Madsen. „Og það er að myndast munstur þar sem sama fólkið hafnar ítrekað á skrá hjá RKI."
Mest lesið Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent 24 ára milljónamæringur: Með eitt par af hnífapörum, einn disk og örbylgjuofn Atvinnulíf Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira