Sjávarútvegsmál og ESB aðild 3. ágúst 2010 06:00 Það hefur löngum legið fyrir að sameiginleg stefna Evrópusambandsríkja í sjávarútvegsmálum væri andstæð hagsmunum Íslands enda mörkuð fyrir aðstæður í Norðursjó. Utanríkisráðherra lagði mál okkar fyrir við upphaf samningaviðræðna í Brussel 27. júlí. Mikilsvert er að menn átti sig á samningsmarkmiðum Íslands til að tryggja varanleg yfirráð yfir auðlindinni samfara fullu viðskiptafrelsi. Ráðherra lagði áherslu á hið einstaka vægi sjávarútvegsins fyrir efnahagslíf þjóðarinnar og þá staðreynd að fiskveiðilögsagan liggur ekki að lögsögu nokkurs ESB-ríkis. Fiskistofnar landgrunnsins okkar eru yfirleitt staðbundnir og engin þjóð hefur veiðireynslu við Íslandsstrendur eða tilkall til neinna veiða hér skv. reglum ESB. Sértæk stjórnun okkar á eigin fiskimiðum tæki mið af sérstökum aðstæðum Íslands og væri reyndar í samræmi við reglur ESB sem má beita við stjórnun strandríkis á nálægum fiskimiðum sínum. Það hefur margoft verið sagt að Ísland eigi fram undan erfiða samninga um að ná aðgengilegum lausnum fyrir sjávarútveginn. Verra er ef grafið er undan samningamönnum með fullyrðingum heimamanna um að samningar séu til einskis og þjóðin eigi að vera andsnúin Evrópusambandinu, eins og Morgunblaðið heldur fram. Ber væntanlega svo að skilja, að þar á bæ liggi fyrir full vitneskja um samningsniðurstöður og engin þörf á að þjóðin fái að lokum að segja sitt. Talsmenn Evrópusambandsins hafa lýst áhyggjum yfir að því aðildarumsókn Íslands njóti þverrandi stuðnings meðal þjóðarinnar. Kallað er eftir upplýstri umræðu í stað óupplýsts hræðsluáróðurs. Er nú ekki tími til kominn að Morgunblaðið hefji á ný óhlutdræga upplýsingu um Evrópumál? Fyrsta skrefið gæti verið að taka undir þau sjónarmið varðandi sjávarútvegsmál sem utanríkisráðherra lýsti við upphaf aðildarsamninganna. Væri það þjóðhollusta og í anda þess sem segir í grein sr. Þóris Stephensen í Morgunblaðinu 28. júlí. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar Benediktsson Mest lesið Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Það hefur löngum legið fyrir að sameiginleg stefna Evrópusambandsríkja í sjávarútvegsmálum væri andstæð hagsmunum Íslands enda mörkuð fyrir aðstæður í Norðursjó. Utanríkisráðherra lagði mál okkar fyrir við upphaf samningaviðræðna í Brussel 27. júlí. Mikilsvert er að menn átti sig á samningsmarkmiðum Íslands til að tryggja varanleg yfirráð yfir auðlindinni samfara fullu viðskiptafrelsi. Ráðherra lagði áherslu á hið einstaka vægi sjávarútvegsins fyrir efnahagslíf þjóðarinnar og þá staðreynd að fiskveiðilögsagan liggur ekki að lögsögu nokkurs ESB-ríkis. Fiskistofnar landgrunnsins okkar eru yfirleitt staðbundnir og engin þjóð hefur veiðireynslu við Íslandsstrendur eða tilkall til neinna veiða hér skv. reglum ESB. Sértæk stjórnun okkar á eigin fiskimiðum tæki mið af sérstökum aðstæðum Íslands og væri reyndar í samræmi við reglur ESB sem má beita við stjórnun strandríkis á nálægum fiskimiðum sínum. Það hefur margoft verið sagt að Ísland eigi fram undan erfiða samninga um að ná aðgengilegum lausnum fyrir sjávarútveginn. Verra er ef grafið er undan samningamönnum með fullyrðingum heimamanna um að samningar séu til einskis og þjóðin eigi að vera andsnúin Evrópusambandinu, eins og Morgunblaðið heldur fram. Ber væntanlega svo að skilja, að þar á bæ liggi fyrir full vitneskja um samningsniðurstöður og engin þörf á að þjóðin fái að lokum að segja sitt. Talsmenn Evrópusambandsins hafa lýst áhyggjum yfir að því aðildarumsókn Íslands njóti þverrandi stuðnings meðal þjóðarinnar. Kallað er eftir upplýstri umræðu í stað óupplýsts hræðsluáróðurs. Er nú ekki tími til kominn að Morgunblaðið hefji á ný óhlutdræga upplýsingu um Evrópumál? Fyrsta skrefið gæti verið að taka undir þau sjónarmið varðandi sjávarútvegsmál sem utanríkisráðherra lýsti við upphaf aðildarsamninganna. Væri það þjóðhollusta og í anda þess sem segir í grein sr. Þóris Stephensen í Morgunblaðinu 28. júlí.
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun