Í blaðinu er haft eftir öðrum kaupmanni að Jón Ásgeir ætli í grundvallaratriðum að setja á fót sína útgáfu af Kwik Save sem er lágvöruverslanakeðja í Bretlandi.
Fram kemur að aðalbirgir fyrir búðir Jóns Ásgeirs muni verða Booker en Baugur átti áður hlut í því fyrirtæki. Öll viðskipti Booker byggjast á staðgreiðslu en á móti getur þessi birgir boðið hagstæðari verð á sínum vörum.
Best Price Foods er skrásett til heimilis að 413 Oxford Street sem er sama heimilisfang og hjá Watches of Switzerland sem eitt sinn voru í eigu Baugs.