Enski boltinn

Sölvi ætlar að ná leiknum gegn Barcelona

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Sölvi Geir Ottesen í leik með íslenska landsliðinu.
Sölvi Geir Ottesen í leik með íslenska landsliðinu.
Sölvi Geir Ottesen setur það ekki fyrir sig að spila handleggsbrotinn og ætlar að ná leik FCK og Barcelona í Meistaradeild Evrópu á miðvikudaginn.

Sölvi handleggsbrotnaði í leik með FCK í dönsku úrvalsdeildinni fyrir fjórum vikum síðan.

„Handleggurinn er ágætur. Ég finn fyrir smá eymslum þegar ég hreyfi mig á vissan hátt," sagði Sölvi við danska fjölmiðla í dag.

„Ég er þannig leikmaður að ég spila alltaf þrátt fyrir smávægileg meiðsli. Barcelona-leikurinn er mitt stóra takmark og er ég í þokkalega góðu formi. Þegar við æfum á mánudaginn verð ég jafn langt kominn og aðrir leikmenn í liðinu."

„Ég get ekki beðið eftir því að fá að byrja aftur. Okkur hefur gengið vel og það eru margir spennandi leikir framundan."

„Ég er svo sannarlega tilbúinn og við höfum fengið dómara til að samþykkja spelkuna á handleggnum mínum."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×