Dr. Doom óttast fasteignabólu í Noregi 1. febrúar 2010 13:46 Hagfræðiprófessorinn Nouriel Roubini, betur þekktur sem dr. Doom, óttast að fasteignabóla sé í uppsiglingu í Noregi. Þetta kom fram í ræð sem hann hélt á ráðstefnu í Osló en þangað flaug prófessorinn beint frá Davos í Sviss.„Norskt efnahagslíf heldur jafnvæginu á hnífsegg. Annarsvegar verðið þið að komast hjá því að norska krónan verði of sterk sem mun skaða iðnaðinn. Hinsvegar má ekki gleyma því að hætta er á að bólur myndist," segir Roubini við Norðmenn samkvæmt frétt á vefsíðunni e24.no.Roubini komst í sögubækurnar við upphaf fjármálakreppunnar fyrir að hafa sagt nákvæmlega til um hvenær kreppan hæfist og hve djúp hún yrði tveimur árum áður en kreppan skall á. Við það fékk hann viðurnefnið dr. Doom.Roubini hefur sérstakar áhyggjur af því hve margir Norðmenn eru með breytilega vexti á húsnæðislánum sínum.„Þar sem svo margir eru með breytilega vexti koma vaxtalækkanir hraðar fram og á breiðari gundvelli. Það aftur eykur hættuna á að fasteignamarkaðurinn yfirhitni," segir Roubini.Fram kemur í máli Roubini að almennt telji hann efnahagsbata kominn í gang aftur í hagkerfum heimsins og að versta fjármálakreppan sé nú yfirstaðin. Það taki hinsvegar tíma að koma efnahagslífinu aftur í fyrra horf. Mest lesið Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Viðskipti innlent Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Viðskipti innlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Viðskipti erlent Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Neytendur Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Hagfræðiprófessorinn Nouriel Roubini, betur þekktur sem dr. Doom, óttast að fasteignabóla sé í uppsiglingu í Noregi. Þetta kom fram í ræð sem hann hélt á ráðstefnu í Osló en þangað flaug prófessorinn beint frá Davos í Sviss.„Norskt efnahagslíf heldur jafnvæginu á hnífsegg. Annarsvegar verðið þið að komast hjá því að norska krónan verði of sterk sem mun skaða iðnaðinn. Hinsvegar má ekki gleyma því að hætta er á að bólur myndist," segir Roubini við Norðmenn samkvæmt frétt á vefsíðunni e24.no.Roubini komst í sögubækurnar við upphaf fjármálakreppunnar fyrir að hafa sagt nákvæmlega til um hvenær kreppan hæfist og hve djúp hún yrði tveimur árum áður en kreppan skall á. Við það fékk hann viðurnefnið dr. Doom.Roubini hefur sérstakar áhyggjur af því hve margir Norðmenn eru með breytilega vexti á húsnæðislánum sínum.„Þar sem svo margir eru með breytilega vexti koma vaxtalækkanir hraðar fram og á breiðari gundvelli. Það aftur eykur hættuna á að fasteignamarkaðurinn yfirhitni," segir Roubini.Fram kemur í máli Roubini að almennt telji hann efnahagsbata kominn í gang aftur í hagkerfum heimsins og að versta fjármálakreppan sé nú yfirstaðin. Það taki hinsvegar tíma að koma efnahagslífinu aftur í fyrra horf.
Mest lesið Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Viðskipti innlent Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Viðskipti innlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Viðskipti erlent Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Neytendur Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur