Merk tímamót Einar Benediktsson skrifar 22. júní 2010 06:30 Samþykkt leiðtogafundar Evrópusambandsins 17.júní um að hefja aðilarviðræður við Ísland markar tímamót. Við eigum að baki langa vegferð í þátttöku í því samstarfi Evrópuþjóða sem hófst með gerð Rómarsamningsins árið 1957. Nú skal lagt í síðasta áfangann, aðild að ESB. Norðurlöndin leggja þungt lóð á vogarskálar við öll gildi evrópsks nútímasamfélags. Öll eigum við hlutdeild, ekki hvað síst Íslendingar, í menningarlegri sameign þeirra þjóða sem eru í Evrópusambandinu og þau vilja efla og varðveita saman. En háleitum markmiðum og sögulegri arfleifð má minnast á hátíðastundum efnahagslegs alþjóðasamstarfs þegar góðum árangri hefur verið skilað um hagsæld, efnahagslegan stöðugleika og næga atvinnu. Hvort þetta eigi við við um Evrópusambandið yfirleitt eða með Ísland þar innanborðs, er sitthvað sagt þegar aðildarmálin ber á góma. Í þeim efnum er rétt að hafa hugfast að á hálfri öld vaxandi efnahagslegs samruna hafa framfarir viðkomandi landa verið meiri og stöðugri en áður. Þetta á ekki hvað síst við um minni ríki sem hafa langa reynslu af aðild, eins og er um Lúxembúrg. Það sama var sagt um Grikkland, Spán og aðra þar til óstjórn þeirra í fjármálum sló í bakseglin. En evran reyndist mikill bakhjarl. Ekki varð bankahrun eða kreppa í Finnlandi sem gerðist aðili að Myntbandalaginu og tók upp evruna þegar Íslendingar hefðu betur gert slíkt hið sama. Þá kemur að öðru atriði varðandi aðildina: með gerð EES-samningsins urðum við að verulegu leyti aðili að ESB. Eftir standa einkum sjávarútvegs- og landbúnaðarmál og það meginatriði að hýrast ekki lengur utangarðs í ákvörðunartökum Sjávarútvegsmál munu ráða úrslitum í samningum okkar. Eigum við Íslendingar þá ekki að spyrja að leikslokum og taka síðan ákvörðun um aðild? Ekki er vert að hlusta á þann hræðsluáróður að við séum ekki færir um að semja um hagsmunamál okkar. Varla hefur það gleymst að við náðum þeim einstaka árangri að tryggja okkur full yfirráð yfir íslenska landgrunninu. Utanríkisráðherra og starfslið hans skiluðu góðum árangri í átaki um að fá Ísland samþykkt sem ESB umsækjanda. Þá hefur stjórnsýslan, ekki hvað síst utanríkisráðuneytið, unnið mikið verk við að undirbúa samninga í vinnuhópum aðalsamninganefndarinnar. Og Sjálfstæðir Evrópumenn hafa rök að mæla, að nú reynir á Sjálfstæðisflokkinn að taka á ný fullan þátt í hefðbundinni stefnu flokksins í utanríkismálum og styðja samninganefnd Íslands til að ná sem allra bestum árangri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar Benediktsson Skoðun Mest lesið Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun Skoðun Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Sjá meira
Samþykkt leiðtogafundar Evrópusambandsins 17.júní um að hefja aðilarviðræður við Ísland markar tímamót. Við eigum að baki langa vegferð í þátttöku í því samstarfi Evrópuþjóða sem hófst með gerð Rómarsamningsins árið 1957. Nú skal lagt í síðasta áfangann, aðild að ESB. Norðurlöndin leggja þungt lóð á vogarskálar við öll gildi evrópsks nútímasamfélags. Öll eigum við hlutdeild, ekki hvað síst Íslendingar, í menningarlegri sameign þeirra þjóða sem eru í Evrópusambandinu og þau vilja efla og varðveita saman. En háleitum markmiðum og sögulegri arfleifð má minnast á hátíðastundum efnahagslegs alþjóðasamstarfs þegar góðum árangri hefur verið skilað um hagsæld, efnahagslegan stöðugleika og næga atvinnu. Hvort þetta eigi við við um Evrópusambandið yfirleitt eða með Ísland þar innanborðs, er sitthvað sagt þegar aðildarmálin ber á góma. Í þeim efnum er rétt að hafa hugfast að á hálfri öld vaxandi efnahagslegs samruna hafa framfarir viðkomandi landa verið meiri og stöðugri en áður. Þetta á ekki hvað síst við um minni ríki sem hafa langa reynslu af aðild, eins og er um Lúxembúrg. Það sama var sagt um Grikkland, Spán og aðra þar til óstjórn þeirra í fjármálum sló í bakseglin. En evran reyndist mikill bakhjarl. Ekki varð bankahrun eða kreppa í Finnlandi sem gerðist aðili að Myntbandalaginu og tók upp evruna þegar Íslendingar hefðu betur gert slíkt hið sama. Þá kemur að öðru atriði varðandi aðildina: með gerð EES-samningsins urðum við að verulegu leyti aðili að ESB. Eftir standa einkum sjávarútvegs- og landbúnaðarmál og það meginatriði að hýrast ekki lengur utangarðs í ákvörðunartökum Sjávarútvegsmál munu ráða úrslitum í samningum okkar. Eigum við Íslendingar þá ekki að spyrja að leikslokum og taka síðan ákvörðun um aðild? Ekki er vert að hlusta á þann hræðsluáróður að við séum ekki færir um að semja um hagsmunamál okkar. Varla hefur það gleymst að við náðum þeim einstaka árangri að tryggja okkur full yfirráð yfir íslenska landgrunninu. Utanríkisráðherra og starfslið hans skiluðu góðum árangri í átaki um að fá Ísland samþykkt sem ESB umsækjanda. Þá hefur stjórnsýslan, ekki hvað síst utanríkisráðuneytið, unnið mikið verk við að undirbúa samninga í vinnuhópum aðalsamninganefndarinnar. Og Sjálfstæðir Evrópumenn hafa rök að mæla, að nú reynir á Sjálfstæðisflokkinn að taka á ný fullan þátt í hefðbundinni stefnu flokksins í utanríkismálum og styðja samninganefnd Íslands til að ná sem allra bestum árangri.
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun