Stórir danskir bankar fjármagna glæpasamtök 27. janúar 2010 08:30 Fleiri af stærstu bönkum Danmerkur hafa lagt fjármagn í fasteignakaup og rekstur þekktra meðlima mótorhjóla/glæpasamtakana Hells Angels og Bandidos. Bankarnir hafa einkum verið duglegir að fjármagna klúbbhús þessara samtaka víða í landinu. Mikil umfjöllun hefur verið um fjármál og umfangsmikinn fyrirtækjarekstur Hells Angels og Bandidos í dönskum fjölmiðlum undanfarna daga. Bæði lögreglan og skattayfirvöld standa fyrir umfangsmiklum rannsóknum á þessu fjármálastússi. Berlingske Business hefur rannsakað tengsl danskra banka við fyrrgreind samtök. Meðal annars hefur blaðið komist að því að Fiona Bank hefur lánað til höfuðstöðva Hells Angels hópsins Nomads á Amager og Danske Bank er fjárhagslegur bakhjarl Bandidos forsetans Jan Bachmann Nielsen og fyrirtækja í hans eigu. „Þótt erfitt sé að alhæfa er hægt að undrast að viðskiptageirinn blandar geði við fólk úr þessum samtökum," segir Kim Kliver í samtali við Berlingske en Kliver er forstjóri Dönsku rannsóknarmiðstöðvarinnar (Det Nationale Efterforskningcenter) sem kemur að rannsóknum bæði lögreglu og skattsins. „Það er óheppilegt að senda frá sér skilaboð sem gefa slíkum samskiptum viðurkenningarstimpil." Viðskiptum dönsku bankanna við Hells Angels og Bandidos má skipta í tvo flokka. Í fyrsta lagi er um að ræða veð í húsnæði samtakanna gegn lánum til þeirra og í öðru lagi er um bein viðskipti við fyrirtæki þeirra að ræða. Yfirvöld benda hinsvegar á að það sé einkum fyrirtækjareksturinn sem sé notaður til peningaþvættis á gróða frá glæpastarfsemi eins og eiturlyfjaviðskiptum. Fram hefur komið að dönsk skattayfirvöld vinna að rannsókn sinni eftir svokölluðu Al Capone líkani. Glæpaforinginn Al Capone var með morð tuga manna á samviskunni en bandarískum yfirvöldum tókst fyrst að koma honum í fangelsi þegar þau gátu sannað á hann skattsvik. Mest lesið Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Neytendur Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Viðskipti erlent Getur verið vandræðalegt að byrja allt í einu að syngja í Krónunni Atvinnulíf Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Fleiri af stærstu bönkum Danmerkur hafa lagt fjármagn í fasteignakaup og rekstur þekktra meðlima mótorhjóla/glæpasamtakana Hells Angels og Bandidos. Bankarnir hafa einkum verið duglegir að fjármagna klúbbhús þessara samtaka víða í landinu. Mikil umfjöllun hefur verið um fjármál og umfangsmikinn fyrirtækjarekstur Hells Angels og Bandidos í dönskum fjölmiðlum undanfarna daga. Bæði lögreglan og skattayfirvöld standa fyrir umfangsmiklum rannsóknum á þessu fjármálastússi. Berlingske Business hefur rannsakað tengsl danskra banka við fyrrgreind samtök. Meðal annars hefur blaðið komist að því að Fiona Bank hefur lánað til höfuðstöðva Hells Angels hópsins Nomads á Amager og Danske Bank er fjárhagslegur bakhjarl Bandidos forsetans Jan Bachmann Nielsen og fyrirtækja í hans eigu. „Þótt erfitt sé að alhæfa er hægt að undrast að viðskiptageirinn blandar geði við fólk úr þessum samtökum," segir Kim Kliver í samtali við Berlingske en Kliver er forstjóri Dönsku rannsóknarmiðstöðvarinnar (Det Nationale Efterforskningcenter) sem kemur að rannsóknum bæði lögreglu og skattsins. „Það er óheppilegt að senda frá sér skilaboð sem gefa slíkum samskiptum viðurkenningarstimpil." Viðskiptum dönsku bankanna við Hells Angels og Bandidos má skipta í tvo flokka. Í fyrsta lagi er um að ræða veð í húsnæði samtakanna gegn lánum til þeirra og í öðru lagi er um bein viðskipti við fyrirtæki þeirra að ræða. Yfirvöld benda hinsvegar á að það sé einkum fyrirtækjareksturinn sem sé notaður til peningaþvættis á gróða frá glæpastarfsemi eins og eiturlyfjaviðskiptum. Fram hefur komið að dönsk skattayfirvöld vinna að rannsókn sinni eftir svokölluðu Al Capone líkani. Glæpaforinginn Al Capone var með morð tuga manna á samviskunni en bandarískum yfirvöldum tókst fyrst að koma honum í fangelsi þegar þau gátu sannað á hann skattsvik.
Mest lesið Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Neytendur Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Viðskipti erlent Getur verið vandræðalegt að byrja allt í einu að syngja í Krónunni Atvinnulíf Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira