Fótbolti

Milan á sérstakan sess í hjarta mínu

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Gullit fagnar í leik með Milan.
Gullit fagnar í leik með Milan.

Einn eftirminnilegasti leikmaður AC Milan á síðari árum er Hollendingurinn með síðu lokkana, Ruud Gullit. Hann segir að AC Milan muni alltaf eiga sérstakan sess í hjarta sínu.

Það hefur ekki gengið nógu vel hjá Milan síðustu ár og liðið ekki unnið bikar síðan það vann Meistaradeildina árið 2007. Liðið varð síðast ítalskur meistari árið 2004.

"Milan er ekki að standa sig jafn vel og það gerði áður. Það er samt ekkert óeðlilegt við það að lið detti aðeins niður. Þetta félag hefur samt unnið um 30 bikara á síðustu 20 árum. Það er einstakur árangur og ég held að ekkert félag sé nálægt því að ná slíkum árangri," sagði Gullit.

"Milan hefur alltaf verið í hjarta mínu og ég fylgist afar vel með liðinu. Vonandi nær það aftur á toppinn fljótlega."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×